Eins og við vitum flestar eru vorlínur tískuhúsanna fyrir árið 2011 áberandi á síðum nýjustu tískublaða og vefrita.
Í Febrúar á þessu ári mátti þannig sjá það sem koma skyldi þessi misserin sem við erum nú að lifa, eða veturinn 2010-11. Í því samhengi finnst mér gaman að birta þessa vefútgáfu af glæsiritinu V-Magazine sem mér þykir með þeim skemmtilegri í þessum geira. Þetta er febrúarheftið 2010.
Þú getur blaðað í þessu á milli lota yfir hátíðarnar… smelltu til að stækka blaðið upp og svo fikrarðu þig áfram með músinni… 🙂
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.