Eftir því sem ég nota iPaddinn lengur því betur átta ég mig á því hverslags snilldartæki þetta er.
Nýjasta sportið mitt er að lesa svokölluð glanstímarit í iPaddinum. Til dæmis er ég áskrifandi að SELF magazine sem hefur löngum verið uppáhalds enda er það fullt af góðum greinum og kennslu sem tengist líkamsrækt og heilsu. Munurinn er bara sá að í iPaddinum kostar eitt hefti aðeins 3.99 dollara eða tæplega 500 kall meðan það kostar vel yfir 1000 kr í næstu búð!
Blaðið er mjög skemmtilegt. Það hefur verið sett upp sem flott blanda af vefsíðu og tímariti en þannig getur maður t.d. rennt fingrinum yfir myndir af æfingum til að læra að gera þær rétt. Svo er hægt að spila tóndæmi af tónlist og sitthvað fleira. Allskonar kennsla verður s.s auðveldari þegar maður les blaðið í iPaddinum.
En þú getur fengið áskriftir að allskonar tímaritum í gegnum iPad og Apple búðina. Meðal annars Mens Health, Womens Health, Cosmopolitan og fullt fullt í viðbót. HÉR er langur listi.
Best finnst mér samt verðið. Það er æði að kaupa sér áskrift að uppáhalds blaðinu sínu án þess að þurfa að borga þessa álagningu sem er á blöðunum hér í hillum bókabúðanna!
(Næst ætla ég svo að skrifa um útvarps appið sem ég nota í iPaddinn. Það er enn önnur snilldin.)
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.