Eins og flestir vita kemur VOGUE tímaritið út í nokkrum mismunandi löndum mánaðarlega, eða nánar tiltekið í 18 mismunandi löndum. Þetta þýðir þá 18 mismunandi forsíður og 18 mismunandi forsíðumódel (yfirleitt)…
…Stundum er nefninlega sama módelið á tveim Vogue forsíðum í sama mánuði (þá veistu að þú ert búin að meika það!) Til dæmis var Alexa Chung bæði á Vogue UK og Vogue Korea í júní og sömu sögu má segja um Erin Wasson og hún prýddi forsíður Vogue Australia og Vogue Spain í júní 2011.
Hér fyrir neðan getur þú skoðað allar VOGUE forsíður fyrir júnímánuð 2011. Þýskaland var reyndar með þrjár mismunandi forsíður en allar í svipuðum stíl.
Hver finnst þér flottust?
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.