Það muna eflaust margir eftir tímabundnu tattúunum frá Chanel sem að Margrét fjallaði einmitt um hér þegar þau voru nýkomin á markaðinn…
…Þessi tattú voru virkileg vinsæl og rokseldust og þá fóru auðvitað fleiri hönnuðir að gefa út svipuð tímabundin tattú.
Söngkonan Beyoncé var snögg að hanna sína eigin útgáfu af tímabundum tattúum en mér finnst þau eitthvað ´tacky´ hjá henni, enda er hún ekki beint tattú týpan.
Svo núna var hönnuðurinn Betsey Johnson að gefa út svona gervi-tattú. Þau tattú eru unnin út frá skartgripalínunni hennar þannig að demantar, perlur og keðjur eru allsráðandi. Þau tattú eru mjög litrík og frekar kúl.
Ég er alveg á báðum áttum með hvort mér finnist þetta smart eða ekki, tattúin sjálf þurfa allavega að vera mjög flott til að þau séu ekki massa kjánaleg (eins og með alvöru tattú auðvitað).
Ef ykkur langar í tímabundin tattú þá getið þið keypt þannig hjá Sephora eða á heimasíðu Betsey Johnson.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.