Rannsóknir sýna fram á að um 26% allra launþega í 100% starfi mæta of seint til vinnu að minnsta kosti einu sinni í mánuði og um 16% koma of seint að lágmarki einu sinni í viku.
Þetta kemur kannski ekki á óvart enda margir sem eiga í miklu stríði við klukkuna, það sem er hinsvegar skemmtilegra eru ástæðurnar sem fólk gefur sem útskýringu á seinkuninni. Hér eru nokkrar sem hafa þótt skara fram úr…
1. Starfsmaðurinn sem þurfti að taka á móti barni í vegakanti hraðbrautar.
2. Starfsmaðurinnn sem mætti með mynd sem sönnunargagn þess að bjarndýr hefði ráðist á hana.
3. Starfsmaðurinn sem missti töskuna sína í dagblaðasjálfssala og náði henni ekki upp úr aftur af því skiptimyntin var auðvitað ofan í töskunni.
4. Stafsmaðurinn sem hafði farið út um dyrnar um morguninn í skóm af kærustu stráksins sem hann leigði með.
5. Starfsmaðurinn sem varð fyrir því að konan hans hafði fryst lyklana að bílnum hans í vatnsglasi.
6. Starfsmaðurinn sem hafði klippt sig sjálfur daginn áður og leit svo hrikalega út að hann varð að bíða eftir því að næsta hárgreiðslustofa opnaði.
7. Starfsmaðurinn sem keyrði óvart fyrst í gömlu vinnuna sína.
Þetta er nokkuð áhugaverður listi en því miður fá starfsmenn ekki stig fyrir að vera skapandi þegar kemur að því að afsaka lélega mætingu. Og það sem meira er… einn þriðji allra atvinnurekanda hafa sagt fólki upp störfum vegna óstundvísi.
Hér er þó einn sem ætti að vera löglega afsakaður en eflaust ekki gaman að útskýra þetta fyrir yfirmanninum…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=5sFd5Vc_Rlo[/youtube]

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.