Ég sagði frá því HÉR um daginn að ég væri að byrja í fjögrra vikna átaki sem heitir Stjörnuþjálfun hjá Hreyfingu. Og nú er fyrstu viku lokið…
…Þetta hefur klárlega verið óvenjuleg vika. Ég er búin að fara á æfingu á hverjum degi í þessari viku og pæla í ÖLLU sem fer ofan í mig. Æfingarnar hafa ekki verið mikið mál, reyndar bara skemmtilegar. Fjórir tímar með hópnum og svo heimaverkefni. Tímarnir hafa verið mjög fjölbreyttir þannig að maður er alltaf pínu spenntur að mæta og sjá hvað verður gert í þeim tíma (uppáhaldið mitt hingað til hefur verið Hot Fitness, segi betur frá tímunum seinna) og svo gerir hver og einn bara eins og hann getur undir leiðsögn Önnu Eiríksdóttur.
Eeeen það erfiða…mataræðið! Að taka út öll sætindi og nasl er ávísun á mjög pirraðan og bugaðan eintakling (allavegana fyrstu 3-4 dagana). Í Stjörnuþjálfun fær maður matseðil, uppskriftir og ráðleggingar þannig að maður veit nákvæmlega hvenær og hvað maður á að vera að borða sem auðveldar manni mjög mikið fyrir.
Hér er til dæmis uppskrift af drykk sem hefur hjálpað mér í gegnum verstu nammi ‘cravings’ vikunnar. Mjög ferskur og góður!
3 cm engifer
2 lúkur af spínati
1 bolli frosið mango
1/2 glas djús, ég nota djús frá Berry Company sem heitir White Tea-Peach
1/2 glas vatn
Nokkrir klakar og svo er allt sett í blandara. Yummy!
Ég verð að segja að ég er bara mjög spennt fyrir næstu þrem vikum. Svo verður auðvitað gaman þegar maður fer að sjá einhvern árangur!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.