Reykjavik Runway kynnti í síðustu viku þá fjóra fatahönnuði sem unnu sér sæti til úrslita í fatahönnunarkeppni Reykjavik Runway 2011.
Þær sem komust í úrslit voru:
- Eygló Margrét Lárusdóttir undir merkinu EYGLÓ
- Harpa Einarsdóttir undir merkinu ZISKA
- Rosa Winther Denison og Bryndís Þorsteinsdóttir undir merkinu ROSA-BRYNDIS
- Sólveig Ragna og Gunnhildur Edda Guðmundsdætur undir merkinu SHADOW CREATURES.
Nú hafa keppendur tvo mánuði til þess að vinna að vor/sumar fatalínu sinni 2012 og fá til þess 150.000 kr. í hvatningarverðlaun hver í boði Samtaka iðnaðarins. Pjattrófurnar bíða auðvitað spenntar eftir því að sjá afraksturinn sem verður kynntur á tískusýningu í lok sumars og sigurvegari valinn af dómnefnd skipuð af Fatahönnunarfélagi Íslands.
Sigurvegari hlýtur 500.000 kr. í verðlaunafé ásamt árssamningi við Reykjavík Runway en Reykjavik Runway er tískufyrirtæki sem vinnur með fatahönnuðum við að koma þeim á markað hérlendis jafnt sem erlendis.
Keppnin er unnin í samvinnu við Fatahönnunarfélag Íslands og Hugmyndahús háskólanna.
Meira svona!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.