Ertu sjúk í sætt súkkulaði og karamellur? Ef svarið er já…Langar þig kannski að hafa þessa sömu sætu lykt af hárinu á þér um leið og þú kallar fram dökka litinn og glans? Þá eru Tigi Brunette Godess hárvörurnar örugglega eitthvað fyrir þig.
Ég var svo heppin að fá að pjattprófa Tigi vörurnar nýlega. Ég lyktaði aðeins einu sinni af sjampóinu og fann þesa æðislegu súkkulaðilykt, alveg eins og ég hefði verið að borða rjómasúkkulaði. Liturinn á sjampóinu minnir á karamellu, brúngylltur og hárnæringin er í sama stíl.
Tigi Brunette Goddess hárvörurnar eru fyrir náttúrlegt eða litað dökkt hár og eiga að skerpa brúna hárlitinn og gefa honum aukinn glans um leið. Auk þess innihalda þessar sykursætu hárvörur vernd gegn útfjólubláum geislum sólar sem er nú ekki slæmt fyrir okkur dökkhærðu skvísurnar.
Ég var auðvitað fljót að skella Tigi í hárið til að prófa. Tilfinningin var pínulítið lúxusleg að nota góðar hárvörur er mjög gaman og margir segja alveg nauðsynlegt því ef hárið er ekki flott þá er allt ómögulegt.
Núna er ég búin að prufukeyra súkkulaðihárvörurnar í nokkur skipti og er ánægð. Ég finn hreinlega hvað varan inniheldur góð efni og ég þarf minna magn en ella. Eftir þvott og næringu úða ég svo Tigi glanslakki yfir kollinn. Mér finnst hárið vera miklu mýkra og súkkulaðilyktin helst dágóða stund í því. Ég er líka viss um að þetta læknar súkkulaðiþörfina -næst þegar ég þarf fixið mitt geng ég bara að sjampóbrúsanum og anda að mér sætri anganinni!
Ps. Rúsínan í pylsuendanum fyrir dellukonuna er hönnunin á Tigi vörunum. Brúsarnir eru fallega bronslitaðir og sjampóið er auk þess með skammtara, með honum pumpa ég upp litlum tárum í lófann minn. Það þarf ekki að snúa brúsanum á alla kanta til að ná upp úr honum, bara pumpa og það virkar fyrir mig. Já, takk.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.