Hin bústna og ofursæta Hilda var hugarfóstur teiknarans Duane Bryers og líklegast eitt af best geymdu leyndarmálum pin-up heimsins.
Þrýstin á réttu stöðunum, svolítið klaufaleg en langt frá því feimin, Hilda var líklegast fyrsta yfirstærðar pin-up stelpan sem prýddi dagatöl eftirstríðsáranna í Bandaríkjunum upp úr 1950 og með tímanum varð hún sú vinsælasta ásamt drottningum á borð við Marilyn Monroe.
Gaman að rekast á þessar sætu myndir og skemmtilegt að birta nú þessa helgi sem við fögnum fjölbreytileikanum með ljósum og látum. Áfram Hilda! Áfram allskonar!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.