Í vikunni sem leið birti Bekha nokkur Miles frá Oregon í Bandaríkjunum mynd af nýju tattúi sem hún var að fá sér.
Í status við myndina segir Bekah frá þunglyndisgreiningu og opnar sig um líðan sína og sjúkdóm.
Hún hélt fyrst að þetta myndi aðeins ná til fjölskyldu og vina en reiknaði alls ekki með að myndin og frásögn hennar yrði “viral” á netinu.
Frá því að myndin fór í loftið fyrir nokkrum dögum hefur hún fengið 300.000 like og yfir 30.000 komment. Tattúið sýnir tvöfalda merkingu:
Þegar þú horfir á það sérðu standa “I’m fine” en ef þú horfir á það frá sjónarhorni Bekhu þá stendur einfaldlega “Help me”.
Smelltu hér til að lesa allann statusinn hennar.
________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.