Við fengum þessa fyndnu samantekt senda frá stelpum sem halda mömmuhóp saman og auðvitað er ekki annað hægt en að birta þessa snilld. Takk Eva Rós Gústavsdóttir og vinkonur!
ÞÚ VEIST AÐ ÞÚ ERT MAMMA ÞEGAR…
.. þú ruggar innkaupakerrunni í Bónus þegar þú stendur kjurr (með engu barni í)
.. þú þarft ekki body lotion því húðin þín fær rakann úr slefi
.. þú fattar að þú ert að humma/raula vögguvísur í búðinni, án barnsins!
.. ert búin að vera ein í bílnum að keyra í 10 mín þegar þú fattar að þú ert að syngja HÁTT með Útvarp latibær…
.. þegar þú skilgreinir það sem frí að komast ein í búð
.. að sofa til 8:00 er skilgreint sem að sofa út
.. þegar þú ert hætt að mála þig nema þegar þú ert að fara eitthvað sérstakt
.. það eru fleiri myndir af barninu inni á facebook en af sjálfri þér
.. færð kökk í hálsinn þegar þú sérð barn fæðast í sjónvarpinu
.. þegar þú ferð að skipuleggja daginn eftir lúrum
…þegar að komast í klipp og lit er orðið meiriháttar vesen
…þegar þú talar meira um meltingu, rop og prump heldur en næturlíf og slúður
…þegar þú brosir alltaf þegar þú hugsar heim
…þegar ekkert hljómar jafn vel og að knúsa krílið/krílin þín, sama hvað hefur gengið á:)
.. þegar það er eins og ferð í Bláa Lónið að komast í sturtu sem tekur meira en 5 mín og geta rakað á sér lappirnar
.. þú veist að þú ert þriggja barna mamma þegar þú skilur allar vörurnar sem þú verslaðir í bónus eftir á gangstéttin i fyrir utan búðina og fattar það ekki fyrr en þú ætlar að fara að elda kvöldmatinn!
.. þú manst ekki hvaða dagur er nema þegar þú ert búin að kveikja á sjónvarpinu
.. þegar þú setur hraðamet í klósettferðum
.. þegar kynlífið er sífellt truflað með barnsgráti
.. þegar þú ert sífellt að rugga þér hvort sem þú situr eða stendur – með barnið í fanginu eða ekki.
.. þegar gleymist að setja brjóstin í haldarann og þau lafa út hálfan daginn
.. þegar það að vera með slegið hárið er ávísun á að barnið hangir í því!
.. þegar þú manst ekki hvað þú heitir eða hvað þú varst að gera fyrir 5 mínútum síðan
.. þegar þú kaupir og skoðar fleiri barnaföt en föt á sjálfa þig
.. þegar þú ert farin að þukla á brjóstunum á þér á almannafæri
.. og þegar þú ert orðin sjúklega fær í að gera allt með annarri hendi
.. þegar hápunktur dagsins er kúkableyja!
.. þegar maður er svo þreyttur og utan við sig að maður er við það að stíga inn í sturtuna þegar maður áttar sig á að maður er enn í náttfötunum!
.. þegar þú pantar tíma hjá lækni og manst ekki kennitöluna þína
.. þegar þú átt í villtasta kynlífi síðustu mánaða og ert alveg að koma þegar maðurinn þinn pikkar í þig og “ástin mín vaknaðu, ertu aftur með martröð?”
..þegar hver einasta flík endar í óhreinatauinu nokkrum tímum eftir að hafa verið tekin af snúrunni
..þegar maður fer á klósettið og læsir og það kallast kósí tími
..þegar þú finnur hamingjuna sem flæðir um þig þegar þú finnur loksins flík á þig sem er blettalaus OG lyktarlaus!
..þegar maður er hættur að kippa sér upp við að fá piss milli brjóstanna
..þegar þú fattar það út í miðjum bónus að brjóstahaldarinn er laus.. og gjafabolurinn er rétt passlega að hylja
..þegar þú heyrir ókunnugt barn gráta og bolurinn rennblotnar !
..þegar þú spyrð sömu spurningarinnar í 3 skiptið og skilur ekkert afhverju viðkomandi er orðinn pirraður…
..þegar þú rennir í hlaðið heima hjá þér, stígur út úr bílnum og finnur kaffið sem þú pantaðir á kaffihúsinu upp á þakinu!
..þegar maður situr þegjandi í saumaklúbb því skítableyjur og brjóstagjöf er eina umræðuefnið sem þer dettur til hugar
..þegar þú vaknar koddalaus, sængurlaus og à brúninni à hjónarúminu þínu og heldur frekar àfram að sofa þannig heldur en að standa upp og færa krakkann
..þegar þú ferð að plana sturtuferð með sólarhrings fyrirvara
..þegar þú planar kynlíf með viku fyrirvara -og beilar svo til að geta sofið því klukkan er jú orðin 10!
..þegar þú setur í amk. 5 vélar á dag
..þegar öll tengdafjölskyldan þín hefur séð á þér brjóstin!
..þegar maskarinn er orðinn spari
..þegar einu snap-chat-in sem þú sendir eru af börnunum þínum.
..þegar skemmtistaðirnir sem þú fórst á síðast þegar þú djammaðir eru búnir að skipta um nafn, ekki einu sinni heldur tvisvar!
..þegar þú kannt fleiri kúkabrandara en 7 ára frændi þinn – Og þeir eru allir byggðir á eigin reynslu!
..þegar það að skoða myndir af kúk á internetinu telst ekki lengur “sick” heldur áhugavert fræðsluefni
..þegar lagið sem þú ert með á heilanum er úr leikgrindinni
..þegar þú finnur símann í ískàpnum
..þegar þú ferð í Ikea og átt í erfiðleikum með að finna bílinn þegar út er komið
..þegar þú borðar kvöldmatinn oft um miðnætti af því þú gleymdir að borða
..þegar þig hlakkar mest af öllu til að fara að sofa
..þegar einu snap-chat-in sem þú sendir eru af börnunum þínum.
..þegar þú hangir frameftir í tölvunni bara til að eiga smá me tíma ! ! !
..þegar þú gleymir bíllyklinum í svissinum í 45 mínútur
..það er notaleg tilbreyting að vaska upp eða þrífa baðherbergið.
..þegar þér finnst foreldrar með trítilóð grenjandi börn innan um almenning pirrandi -stendur svo sjálfa þig að því að sitja á hækjum þér í Kringlunni starandi orðlaus á þinn þriggja ára frekjukasti meðan nýfædda krílið grenjar hástöfum í barnabílstólnum við hliðina á og áttar þig allt í einu að nú ert ÞÚ óþolandi mamman sem hefur enga stjórn á börnunum sínum.
Púff!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.