Frönsk matarkynning með smakki — og úrslit í matreiðslukeppni
Gestum og gangandi stendur til boða að smakka á frönskum mat og kynnast frönskum vínum á Hótel Holti seinni partinn í dag.
Þá fer fram úrslitakeppni matreiðslukeppninni Bragð Frakklands 2014, þar sem þrír íslenskir matreiðslumenn keppast um hverjum þeirra tekst best að bræða saman íslenska og franska matargerðarlist. Snillingarnir sem keppa nú um 1.verðlaun eru Jónas Oddur Björnsson matreiðslumaður á Vox, Stefán Elí Stefánsson frá Perlunni og Ólafur Már Erlingsson frá Fiskfélaginu. Þessir snilldarkokkar hafa eldað sig inn í hug og hjörtu dómnefndar. Yfirdómari keppninnar er franski Michelin matreiðslumeistarinn Marc de Passorio. Í úrslitunum hefur hann íslensku verðlaunakokkana Sturlu Birgissonar og Hákonar Más Örvarssonar sér við hlið. Sigurlaunin eru ferð á hina víðfrægu Bocuse d´Or matreiðslukeppni í Frakklandi í janúar og vikudvöl á Michelin veitingastað ytra. Keppnin er ný af nálinni en hún hefur engu að síður vakið mikla athygli. Samhliða útslitakeppninni verður kynning á frönskum mat og vínum á Hótel Holti frá klukkan 15:00 til 18:00 og allir áhugamenn um matargerðarlist og vín eru velkomnir. Friðgeir Ingi Eiríksson yfirkokkur á Gallery Restaurant Hótel Holti býður gestum að smakka á úrvals mat úr hágæða frönsku hráefni og franski vínbóndinn Vincent Dugue frá Chateau de La Ragotière kynnir framleiðslu sína. Bragð Frakklands er haldinn á Gallery Restaurant Hótel Holt og er samstarfsverkefni veitingastaðarins, franska sendiráðsins á Íslandi, Klúbbs matreiðslumeistara og Kokkalandsliðsins. Allt hráefnið er sérvalið og flutt inn frá Frakklandi fyrir þessa keppni og yfirdómarinn tekur sér frí frá Michelin matreiðslu og kemur hingað sérstaklega til að dæma í Bragð Frakklands 2014
Reiknað er með því að dómnefnd taki sér allt að sólarhring til að meta keppendur í lokakeppninni og úrslit verða því tilkynnt á morgun.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.