Þú ert fabúlus glamúr glamrock stjarna og þú mátt allt!

Þú ert fabúlus glamúr glamrock stjarna og þú mátt allt!

Ég hef alltaf elskað glimmer, pallíettur, pelsa, allt sem glóir og allt sem glitrar. Minn smekkur virðist oft nokkrum glimmer skreyttum kílómetrum yfir velsæmismörkum annara.

Ég hef alltaf elskað rokkstjörnur í víðustu merkingu þess hugtaks. Í mínum huga er rokkstjarna manneskja sem fer sýnar eigin leiðir, hristir sinn makka og sperrir sínar fjaðrir eftir eigin stíl og stemmingu í stað þess að elta hinar álkurnar sem skakklappast niður aðalgötu lífsins í alveg eins skóm og skipta svo jafn hratt yfir í næsta lúkk um leið og tískustjórinn öskrar SKIPTI eins og frekur krakki í stóladans.

Í barnaskóla var ég týpan sem kom kannski með bláar skóreimar í hárinu á morgnanna. Frá leiksóla aldri girti ég líka allt ofan í buxur svo að mittið sæist alveg og ég hef aldrei verið að pæla mikið hvaðan flíkin kemur. Ef hún er flott er hún flott.

adb5f0cdc17149e541e785fa078e79aeFyrsta flíkin sem ég keypti mér alveg sjálf voru gúmmí sandalar, ljósbleikir með glimmeri úr kolaportinu.
Ég keypti þá í stað þess að kaupa nammi fyrir nammi peningin sem ég fékk fyrir að taka til í herberginu mínu.

Mínar uppáhalds Rokkstjörnur eru Sigga Kling, Dolly Parton, David Bowie, Stevie Nicks, Óttar Proppé, Davíð Berndsen, Svala Björgvins, Björk, Kate Bush og yfir höfuð mikið af fólki úr 70’s tónlistar senunni.

Ég féll gjörsamlega fyrir þessum rokkstjörnum sem virðast hafa vakna alla morgna við hliðina á gullfallegum elskhuga, hent sér í silki skyrtu og flíkur skáldagyðja/goða sinna og fela ekki smekk sinn né tilfinningar fyrir öðrum. Frjáls ást og tjáning sem smitast út í alla þætti lífsins.

Smekkur er ekki ákvörðun. Maður hefur bara einhverja þrá í eitthvað sem maður skilur ekki sjálfur. Fegurðarskyn sem myndast hægt og rólega — jafnvel eitthvað meðfætt? Genin eru svo merkileg.
Ég get átt snefil af minningu sem ég á ekkert í bara af því að það var eitthvað djúpstætt sem hafði áhrif á móður mína kannski. Það er víst þannig að kona ber öll eggin sín frá fæðingu, þannig að ég hef verið með móður minni alla tíð, hún með ömmu sinni og svo framvegis. Merkilegt!

Mínar uppáhalds Rokkstjörnur eru Sigga Kling, Dolly Parton, David Bowie, Stevie Nicks, Óttar Proppé, Davíð Berndsen, Svala Björgvins, Björk, Kate Bush og yfir höfuð mikið af fólki úr 70’s tónlistar senunni.

kate-bush-iMamma mín flutti til Kaliforníu áður en ég varð til, hún fór sem skiptinemi þangað í eitt ár og ég er viss um að sumar af hennar minningum, eða meira kannski tilfinningum varðandi staðinn hafi sigtast í gegnum hana, inn í mig. Gleðin sem hún fann við að breyta um umhverfi var örugglega svipuð minni gleði þegar ég kom fyrst til Kaliforníu sem bakraddasöngkona í hljómsveitinni Junior Senior.

Það var eitthvað við mildu sólargeislana sem smeygðu sér inní öll mín skilningarvit, hreyfingu pálmatrjánna í stillta veðrinu. Allt bleikt og gyllt og grænt, ólíkt svargráu litapallettunni megin hluta lífs okkar hér á Íslandi. Mér bara leið svo vel, hjartað og hugurinn eitthvað svo frjáls.

Ég er himinlifandi að tíska fari í hringi, því ég er mikil tímabila manneskja, stundum fæ ég 60’s drottningar á heilann eins og Edie Sedwick og Brigitte Bardot og allir sem mig þekkja kannast við dálæti mitt á gamalli tónlist og fortíðarþrá. Ég hef verið aðeins að skoða hvað er í gangi í tísku þetta árið og það virðist sem fráfall okkar ástkæra David Bowie sé að hafa talsverð áhrif; Stjörnumannsins sem fór sínar eigin leiðir þegar það kom að tísku og tjáningu. Þessar stjörnur eins og David Bowie, Mark Bolan, Iggy Pop, Lou Reed og fleiri karlmenn sem klæddust ófeimnir kvenmanns fötum á sviði og bræddu mörkin milli karlmanna og kvenna á svo skemmtilegan hátt hafa heldur betur neistað undir báli Glamrock áhrifanna hjá tískuhúsum heimsins — og ég er að elska það!

Ef ég ætti fataskáp helstu glamrock stjarnanna yrðu skvísulætin svo mikil að ég held að Reykjavík myndi brenna. Þetta er lúkk sem ég vil að sem flestir tileinki sér er svo peppað. Hér eru engar reglur, eina reglan er sú að það að allt má.

Glamrock var tímabilið milli diskó og pönksins, allt það besta úr 70’s stemmingunni með extra stælum. Stemmingin er svo sjúklega skemmtileg og það var þaðan sem ég dró innblástur minn mikið fyrir spandex gallanum sem ég klæddist í einum af mínum tónlistar myndböndum og smá frá Kate Bush auðvitað, því hún er spandex drottningin.

Ef ég ætti fataskáp helstu glamrock stjarnanna yrðu skvísulætin svo mikil að ég held að Reykjavík myndi brenna. Þetta er lúkk sem ég vil að sem flestir tileinki sér er svo peppað. Hér eru engar reglur, eina reglan er sú að það að allt má.

Skiptir í raun ekki hvort buxurnar séu of stuttar, keyptar í barnadeildinni, rauðakrossbúðinni eða í rándýrri tískubúð. Þú mátt vera með eldrauðan varalit við hlébarða jakka, í pallíettum og silfur hælum með glimmer augnskugga, allt á sama tíma… en aðal atriðið er að hrista hárið, hækka í tónlistinni og pæla ekkert í hvað öðrum finnst því þú ert svo hrikalega fabúlus!

Á airwaves í nýja glamúr samfestingnum sem ég fékk hjá Asos.
Á airwaves í nýja glamúr samfestingnum sem ég fékk hjá Asos.
Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest