Vissir þú að ef þú reykir pakka á dag þá kostar það þig 25.500,- kr á mánuði sem gerir 306.000,- kr á ári!
Áramótaheit vinkonu minnar er að hætta reykja, hún hefur hugsað sér að nota peningana í fyrsta lagi í líkamsræktarkort og koma sér í form og leggja afganginn fyrir til að safna fyrir utanlandsferð. Ef maður hættir að reykja þá er svo margt annað betra sem þú getur gert fyrir peningana. Sumir þyrftu að nota peninginn í að reka heimilið og kaupa mat ofl enda hið besta mál, hollur matur er því miður oftast dýrari en sá óholli..
En hugsaðu þér ef þú myndir hætta að reykja og “græða” 25.500 kr á mánuði til að eyða í þig? Hvað myndir þú gera? Ég myndi stefna á nýjan heilbrigðan lífstíl.
Hér er smá samantekt á því sem þú getur fengið fyrir 25.500 kr:
- Kort í ræktina og einkaþjálfara í mánuð (mánaðaráskrift fæst frá 5000,-kr og einkaþjálfari frá 15000.- )
- Matreiðslunámskeið í hollri matargerð og þú getur keypt lífrænan og hollari mat.
- Heilan dekurDAG í nuddi, andlitsbað, hand- og fótsnyrtingu eða dreift yfir nokkur skipti í mánuðinum.
- Klætt þig upp í ný föt. Í janúar er jú hægt að gera sérlega góð kaup á útsölum! 🙂
Ég sendi baráttukveðjur til allra sem ætla að verða reyklausir á nýju ári, gangi ykkur vel!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.