Ég er örugglega einn ákafasti talsmaður sólarvarna á öllu landinu og mikið sem ég hef básúnað þetta; nota BB krem, sólarvarnir, sólarvarnir, BB krem… á hverjum degi.
Það er að segja ef þér er annt um húðina þína. En ef þér er alveg sama… þá tekurðu sénsinn, leyfir þér að “brenna smá” af því þú heldur að með því náist frísklegt og hraustlegt útlit. Stór misskilningur. Þú færð hrukkur og brúna bletti fyrr en vinir þínir sem nota sólarvörn. Ef þú ert óheppin þá verður þú orðin eins og sólþurrkaður tómatur um fertugt. Ef þú ert heppinn… þá mögulega eins og daðla.
En þetta er um það bil að breytast ef þú tilheyrir hópnum sem kinkar kolli yfir því að vilja “brenna smá”. Eftir að hafa skoðað þessar myndir muntu smyrja þig og alla ættina með sólarvörn, – alla daga, allt árið. Tengdafólkið líka. Og vinnufélagana.
1. Aldrei fara í Crocks. Það hefur ekki góð áhrif á tanið, félagslífið eða almenn smartheit. Sjáðu bara.
2. Og ekki fara full/ur í sólbað með vinum þínum, sofna og vakna svo með typpi á bakinu. Typpi sem fer aldrei af bakinu af því ef þú brennur einu sinni þá ertu “marked for life”. Vesalings drengurinn.
3. Þessi hefði betur átt og notað gott BB krem.
4. Og þessi hefði betur slakað aðeins minna á þegar hann datt útaf í sólbaði ársins.
5. Ái!!!!
6. Meira ái!!!
7. Svona menn eiga helst bara að vera inni að lyfta. Er hann ekki rauðhærður líka? Það fólk er í fimmfaldri hættu.
8. Vinkonan hélt að plástur myndi forða blettunum frá að þróast í sortuæxli. En hvað með að nota bara sólarvörn? Já, eða sleppa þessu?
9. Jói afslappaði fór í bæinn með tösku. Það var gott veður. Hann var ekki með sólarvörn í töskunni.
10. Líklegast vildi þessi fá sér ís í sólinni, en hvað gerðist svo er erfitt að skilja. Skeið og skál í kjöltunni… og sofnaði hún? Eða var hún svona lengi að borða ísinn? Bráðnaði ísinn ekki? Hvað gerðist?! Ég mun ekki sofna yfir þessu í nótt.
12. Einmitt. AC/DC? Ég ætla að skrifa Ný Dönsk með sólarvörn á magann á mér – næst þegar ég tana. Eða ekki?
13. Þessum er örugglega sama um hnakkann. Sama um allt. Hann langar bara í kokteil á strandbarnum.
14. Þessi hobbiti fór í sandalana sína. Ætli þeir hafi verið með frönskum rennilás?
15. Ég góni bara á þetta… orðlaus. Blúndu hvað?
16. Rifnar leggings eða tískugallabuxur. Tjékk.
17. Bændabruni – ekki bændabrúnka.
18. Mér skilst að það sé hægt að fá þessa boli í HM.
19. Hvað var í naflanum? Maður spyr sig.
20. Jú, flipp flopps.
21. Homeblest er víst gott báðu megin. Yin Yang er merki um jafnvægi. Ekki þetta.
22. Aðeins að slaka á í sólinni?
Látum þessa syrpu okkur að kenningu verða. Ekkert rugl!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.