Í dag þykir það ekkert tiltökumál að vera með tattú og jafnvel saklausar millistéttarkonur úr Garðabænum eru komnar með ‘ermi’ ef ekki eitthvað meira.
Það hlaut því að vera að þetta myndi þróast eitthvað lengra og sú er auðvitað raunin því nú ertu ekki með ‘alvöru’ tattú nema það sé þrívíddartattú. Það er að segja, með skyggingum og fleiri trixum er tattúið svo raunverulegt að það verður hálf ógnvekjandi.
Kannski er líka meira fjör í því að fá sér krípí þrívíddarflúr því það er hvort sem er alltaf hálf ógnvekjandi að vera með svona tattú. Fiðrildi eða kínversk tákn í þrívídd eru ekki eins mikið fjör og auga út úr bringunni eða barn á brjósti. Ahemm…
Hvað finnst þér? Flott eða glatað?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.