Þrennt var handtekið fyrir utan heimili söngdísarinnar Taylor Swift í Rhode Island á dögunum eftir að hafa kastað bjórflöskum að heimili hennar og móðgað öryggisverðina hennar.
Michael Horrigan, 29 ára, Tristan Kading, 28 ára, og Emily Kading, 26 ára, munu hafa staðið að þessum gjörningi og sýnt öryggisvörðunum löngutöng í leiðinni.
Taylor var ekki heima þegar þetta átti sér stað heldur í New York þar sem hún á einnig íbúð.
Fólkið var handtekið og ákært fyrir óspektir á almannafæri.
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.