Söngfuglinn fagri Þórunn Antonía Magnúsdóttir verður með tónleika á veitingastaðnum Boston í kvöld.
Með henni verður Bjarni Sigurðarson, kenndur við rokkbandið Mínus, en saman ætla þau að flytja efni af væntanlegri plötu.
Þórunn segir að tónlistin sé í allt öðrum dúr en það sem við eigum að þekkja frá hennar síðustu plötu:
“Hún er lágstemmd og “accoustic” – ég er í raun að fara aftur í rætur mínar frá fyrstu plötunni og pabba,” segir Þórunn en eins og margir vita er pabbi hennar Magnús Þór Sigmundsson, sá ástsæli tónlistarmaður. Þetta ætti semsagt að verða ansi huggulegt kvöld.
Frítt er á tónleikana í kvöld en þeir hefjast upp úr kl 21:00 og Boston er á Laugaveginum fyrir ofan Spútnik og við hlið Dillon á annari hæð.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.