Ég trúði því eiginlega ekki þegar ég fékk símtal frá Facebook og mér var tilkynnt að ég væri ein af sjö konum sem Facebook Stories vildu fjalla um fyrir alþjóðlegan baráttudag kvenna.
Greinin er um konur sem eru að leggja sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað fyrir aðrar konur og ég var valin vegna Facebook hóps sem ég stofnaði en hópurinn snýst um að dreifa jákvæðni og uppbyggilegum boðskap fyrir konur, og að styðja og styrkja hvor aðra eins og systur – Góða systir!
Í tilefni af þessu flaug hingað til landsins ótrúlega fær ljósmyndari sem heitir Mihaela Noroc. Hún ferðast um allan heiminn að taka myndir af konum og tók myndir af mér sem birtast í dag meðal annars á TIME á eftir þegar Mihaela mætir í viðtal að ræða þetta fallega verkefni.
Ég er alveg ótrúlega þakklát að fá að vera í þessum hópi kvenna á þessum degi og langar að gefa eitthvað til baka.
Þar sem ég er nú fyrst og fremst tónlistarkona finnst mér best að segja það með músik… svo hér er nýja platan okkar Bjarna M Sigurðarsonar í heild sinni.
Gleðilegan baráttudag kvenna! 💞
Þórunn Antonía Magnúsdóttir, söng og leikkona, er flestum landsmönnum kunn. Hún hefur áhuga á ótal mörgu, en þó aðallega tónlist, móðurhlutverkinu, kvenhlutverkinu, ástinni, listinni og lífinu. Hún er í farsælli sambúð og á eina dóttur.