Þetta hús er ekkert ofsalega óvanalegt að utanverðu. Bara svona venjulegt hús hjá dæmigerðri breskri millistéttarfjölskyldu.
Garðurinn huggulegur, róla og næs… en ekki er allt sem sýnist. Þegar inn í þetta annars sakleysislega hús er komið kveður við nýjan tón…
NEFNINLEGA FJÓLUBLÁA TÓNINN!!!
Meira eða minna ALLT í þessu húsi er fjólublátt. Sumt dökkfjólublátt, annað ljósfjólublátt, en fjólublátt er það heillin.
Hér er vakið og sofið í fjólubláum skugga…
Stofa, svefnherbergi, eldhús, skrifstofa… Allt skal vera fjólublátt á þessu heimili.
Meira að segja baðkarið er tepplagt með fjólubláu teppi. Og fóturinn undir vaskinum.
Slotið er til sölu, það kostar um 75 milljónir íslenskra króna en líklegast ætti að vera hægt að kría út afslátt, nema kaupandinn sé jafn yfir sig hrifinn af fjólubláum.
Galið!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.