Það er ekki hægt að dæma bókina eftir kápunni eða innréttingarnar út frá húsinu.
Þetta sést vel á þessari mynd hér að ofan því húsið ber það alls ekki með sér að innandyra sé hreinlega lítið ævintýraland en þessi íbúð við Gullengi er í dag auglýst til sölu á fasteignavef mbl.
Í þessari íbúð við Gullengi í Grafarvogi kennir ýmissa grasa og óhætt er að segja að íbúinn sé ævintýralega hugmyndaríkur. Eða hafi ráðið til sín frumlegan innanhússhönnuð. Gólfið er t.a.m. mjög sérstakt en hér erum við komin aftur í miðaldakastala þó við séum uppi á þriðju hæð í blokk.
Eldhúsinnréttingin hefur hér verið skreytt eftir kúnstarinnar reglum og lurkurinn á borðinu er harla sérstakt stofustáss.
En ætli mesta listfengið sé ekki hér á baðherberginu þar sem baðkarið hefur verið skreytt með styttum og máluðum múrsteinum og huggulegur rokókóstóll býður upp á slökun og hvíld eftir gott bað.
Hvítabjarnarfeldur uppi á vegg, ljósastaur á lurkafæti og hvítmálaður kirkjubekkur. Hér ræður frumleikinn ríkjum.
Og að lokum er það ‘miðjuskrautið’ á gólfinu, sannkallað ‘center piece’ í sérstakri lítilli höll í Grafarvogi.
Fögnum fjölbreytileikanum og sköpunargleðinni!
Ef þú hafðir gaman af þessari færslu skaltu endilega smella á LIKE og kíkja svo HÉR á fjólubláa fjörið.Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.