„Á unglingsárunum man ég eftir því að hafa verið byrjuð að stelast í La Prairie-púðurfarðann hennar mömmu og í gegn um hana vissi ég hver förðunarfræðingurinn Gréta Boða var áður en ég byrjaði í menntaskóla. Þetta og fleira hefur eflaust orðið til þess að ég hef mikið dálæti á vönduðum snyrtivörum og eytt ágætum fjárhæðum í kaup á þeim í gegnum tíðina,“ segir Lilja Ósk Sigurðardóttir, fyrrum blaðamaður og snyrtipenni á Smartlandi.
Hékk í snyrtivörudeildinni í Hagkaup milli tölfræðitíma
„Þegar ég var í háskólanámi þá fór ég stundum í snyrtivörudeildina í Hagkaup til að hreinsa hugann áður en ég reyndi aftur við tölfræðina. Eins fór ég að lesa mikið um innihaldsefni og samsetningar á formúlum, hvaða virku efni gerðu hvað og svo framvegis. Vinkona mín benti mér einn daginn á að veftímaritið NUDE Magazine, sem fjallaði um tísku, förðun og lífsstíl, væri að ráða fólk til að skrifa svo ég sótti um,“ segir Lilja og bætir við að þarna hafi hún verið á lokaárinu í stjórnmálafræði í HÍ og þótti tilvalið að hafa þetta samhliða.
„Í starfsviðtalinu sagðist ég hafa áhuga á því að skrifa um snyrtivörur fyrir tímaritið og úr varð að ritstjórinn gaf mér tækifæri. Þetta gekk vel og eftir að ég útskrifaðist sem stjórnmálafræðingur fékk ég starf á tímaritinu Nýju Lífi.“
Á Nýju lífi skrifaði Lilja um sitt lítið af hverju en þó helst snyrtivörur og hafði umsjón með snyrtikafla blaðsins. Nýr ritstjóri var þá tekinn við og mikil uppbygging á blaðinu:
„Til dæmis hafði aldrei verið eiginlegur snyrtikafli líkt og við sjáum í erlendum tímaritum. Eftir þrjú ár á Nýju Lífi fór ég yfir í önnur verkefni en er þó enn þá með annan fótinn í fjölmiðlabransanum.“
Förðunarvörur eru skemmtun og munaður
Lilja leggur áherslu á að það sé mikilvægt að byggja ekki sjálfstraustið á förðunarvörum og sjálf lítur hún á förðunarvörur sem skemmtun og munað.
„Förðunarvörur og notkun þeirra á ekki að vera kvöð heldur ánægja og jafnvel tjáning. Dagsdaglega er ég ekki mikið förðuð og legg meiri áherslu á húðvörur en fyrir aðeins sérstakari daga eða tilefni þá er þetta einskonar athöfn hjá mér, að farða mig. Ég tek mér góðan tíma í það og þetta getur verið eins og hugleiðsla, ég næ alveg að gleyma mér.“
Hvaða snyrtivörur eru staðalbúnaður hjá þér?
„Verandi með mjög viðkvæma húð get ég fengið viðbrögð ef varan inniheldur of mikið magn af ilmefnum, alkóhóli, fituafleiðum og fleira en það eru þó nokkrar vörur sem ég nota alltaf reglulega. Fyrst er það NARS Radiant Creamy Concealer eða ILIA True Skin Serum Concealer.
Í stað þess að nota farða þá nota ég yfirleitt mikið af rakakremi, leyfi húðinni að drekka það í sig og svo nota ég hyljara yfir T-svæðið og vinn hann inn í húðina. Hann síðan dofnar við ytri línur andlitsins og þá myndast ekki eins skörp skil og húðin virkar eðlilegri.
Hvað augnförðun varðar þá nota ég Paint Pot-kremaugnskuggann frá MAC í litnum Groundwork reglulega og Stylo Yeux-augnblýantarnir frá Chanel eru í miklu uppáhaldi.
Lash Volumiser-maskarinn frá Sensai eru einnig í miklu uppáhaldi og sólarpúðrið frá TanOrganic. Það er líklega mest notaða sólarpúður sem ég hef átt.
Að lokum er ég búin að nota varalitablýantinn frá Charlotte Tilbury í litnum Pillow Talk eins og mér sé borgað fyrir það. Liturinn er fullkominn, formúlan er mjúk en mjög langvarandi. Varirnar virka mun fyllri og mótaðri eftir að ég hef sett þennan varalitablýant á þær.“
Er einhver vara sem þú hefur notað í mörg ár?
Radiant Creamy Concealer frá NARS er alltaf við höndina og ég á alltaf tvo litatóna þar sem ég nota hann yfirleitt einnig sem farða. Einn litatónninn tónar við andlitið og hálsinn og hinn er tóni ljósari sem ég nota undir augun. Ætli þessi hyljari sé ekki sú snyrtivara sem ég hef keypt oftast á lífsleiðinni ásamt CC-kremunum frá IT Cosmetics. Þar sem hvorug varan fást á Íslandi þá panta ég þær af CultBeauty.co.uk.
Hvaða húð- og hárvörur notarðu helst?
Sem fyrr segir þá er ég með viðkvæma húð og reyni því að gæta þess að blanda ekki saman mörgum virkum húðvörum. Kvölds og morgna hreinsa ég húðina með Resist Perfectly Balanced Foaming Cleanser frá Paula’s Choice en þar sem þessi andlitshreinsir fæst ekki á Íslandi þá panta ég hann frá Selfridges.
Næst nota ég Discoloration Defense frá SkinCeuticals en þetta er magnað serum sem mér fannst minnka ásýnd svitahola og jafna húðlitinn á einungis nokkrum dögum. Redness Neutralizer-rakakremið frá SkinCeuticals ber ég yfir andlit, háls og bringu en þetta er eitt besta andlitskrem sem ég hef notað fyrir viðkvæmu rósroða-húðina mína.
Ef ég er að fara út þá ber ég einnig á mig sólarvörn og nota til þess Mineral Radiance SPF 50-sólarvörnina frá SkinCeuticals. Þessi formúla byggir á steinefnavörn og er með lit svo hún jafnar húðlitinn. Það er fátt jafn óskiljanlegt og fólk sem keppist við að kaupa hrukkukrem en notar ekki sólarvörn. Sólin ber jú ábyrgð á um 80% af hrukkunum á andliti okkar.
Hársvörðurinn minn er álíka viðkvæmur og andlitið og því hef ég notað meira af ilmefnalausum hárvörum og nota nánast allt frá Harklinikken. Eins hef ég verið að prófa ilmefnalausar hárvörur frá Bruns og finnst það mjög áhugavert merki.
Hvaða nýju vörur og ilmir hafa slegið alveg í gegn hjá þér?
Nýverið komu á markað nýir varalitablýantar frá Shiseido sem nefnast LipLiner InkDuo. Öðru megin er glær varagrunnur, sem þú berð yfir varirnar til að slétta þær, og hinu megin er kremkenndur og langvarandi varalitablýantur. Þessa snyrtivöru hef ég verið að nota mikið undanfarið, bæði til að móta varirnar og sem varalit. Almennt finnst mér Shiseido alltaf vera að koma með framúrstefnulegar nýjungar og hvet ég lesendur til að kynna sér förðunarvörur þeirra nánar.
Eins verð ég að mæla með nýja litaða dagkreminu frá La Mer sem nefnist The Radiant SkinTint SPF 30 en formúlan er brimfull af húðbætandi andoxunarefnum og mér fannst húðin mín einhvernveginn stinnari með það á.
Að lokum er það Stay Naked Threesome-pallettan frá Urban Decay en þetta er sólarpúður, kinnalitur og ljómapúður allt í einni pallettu og er auðvelt í notkun.
Hvað ilmvötn varðar þá er ég mjög hrifin af ilmvötnunum frá Carner Barcelona, sem fást í Madison Ilmhúsi, og ég nota alltaf ilmvatnið Tardes frá þeim. Ilmvötnin byggja á leðri og við og eru hreinlega ómótstæðileg. Eins hef ég verið að uppgötva ilmolíurnar frá Riddle og rúlla þeim á úlnliði mína alla morgna, elska þær.
Hrifnæmni á samfélagsmiðlum og skyndikaup eru mistök
Ertu með einhver góð ráð til lesenda?
„Það eru tvenn mistök sem ég sé fólk ítrekað gera þegar kemur að snyrti-, hár- og húðvörum.
Fyrstu mistökin eru að uppfæra ekki húðvörur með aldrinum.
„Þarfir húðarinnar breytast með árunum svo vertu opin fyrir nýjum og uppfærðum húðvörum á markaðnum. Stundum eru konur mjög neikvæðar þegar ég bendi þeim á að fá prufu af einhverju nýju en yfirleitt eru þær síðan hæstánægðar og óska þess að þær hefðu uppfært snyrtivörur sínar fyrr. Við vitum miklu meira um húðumhirðu og virk efni í dag en fyrir 10 árum síðan. Neytendur gera kröfu í dag um gegnsæi í formúlum.
Það er ekki lengur hægt að tala um eitthvað dásamlegt innihaldsefni í kremi en vera ekki með neinar sannanir um virkni þess eða hversu mikið magn af því er í formúlunni. Það sama gildir um förðunarvörur. Mattur, fullþekjandi farði gerir mann bara þreytulegan eftir ákveðinn aldur. Svo ég tali út frá sjálfri mér þá fór ég að skipta yfir í aukinn ljóma og kremkenndari formúlur eftir þrítugt og finnst húðin mun líflegri.“
Önnur mistök eru hrifnæmni á samfélagsmiðlum og skyndikaup.
“Við erum öll ólík og með ólíkar þarfir svo ef einhver mælir með ákveðinni vöru þá þýðir það ekki að varan henti þér. Sömuleiðis er allur gangur á því hvað býr að baki meðmælum með vöru á samfélagsmiðlum. Allt of oft heyri ég frá konum sem hlupu til, keyptu fyrir háar fjárhæðir, gátu ekki notað vörurnar og jafnvel hentu þeim. Þetta er bæði slæmt fyrir peningaveskið og umhverfið.
Ég hvet því fólk alltaf til að fá prufu af vörunni áður en það kaupir hana, ef hægt er, og lesa umsagnir á nokkrum miðlum og bera saman. Yfirleitt skoða ég umsagnir á MakeupAlley.com, Sephora.com og Beautypedia.com. Umsagnir á þessum síðum gefa mér vísbendingar um hvort formúlan sé í samræmi við auglýstan tilgang.
Að lokum hvet ég alltaf fólk til að eiga færri vörur en í háum gæðaflokki. Sjálf nýt ég þess meira að nota vörur sem mig virkilega langaði í og jafnvel safnaði mér fyrir.“
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.