Rósa Kristinsdóttir er 21 árs laganemi í háskólanum í Reykjavík.
Hún útskrifaðst sem förðunarfræðingur frá Mood make up School sumarið 2014 og eru hennar helstu áhugamál förðun, hreyfing, útivist og hestamennska enda fjölhæf eins og flestar íslenskar konur.
Ég fékk að líta aðeins í snyrtibudduna hjá þessari ofurskvísu en þar kennir ýmissa grasa.
________________________________________________
Hvaða fimm förðunar/snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér í augnablikinu ?
1. Lumi Primerinn frá L’Oreal.
Í augnablikinu myndi ég segja að það væri Lumi. Nota hann á þrjá vegu, ég blanda honum út í BB/CC krem eða farða til að gefa aðeins léttari og meira ljómandi áferð, svo nota ég hann sem primer, semsagt set hann yfir allt andlitið áður en ég set farða eða nota hann sem highlighter, tek þá bara smá og dúmpa á t.d. kinnbeinin.
2 Augnbrúnablýanturinn frá Anastasia Beverly Hills sem heitir Brow Wiz. Þetta er skrúfblýantur með mjög fíngerðum oddi sem gerir manni kleift að gera mjög náttúrulegar brúnir.
3 Augnabrúnagelið frá L’oreal er líka í algjöru uppáhaldi og ég nota það óspart. Ég er með frekar gisnar augabrúnir og mér finnst gelið gefa þeim góða fyllingu og heldur hárunum á sínum stað.
4 Urban Decay palletturnar eru í miklu uppáhaldi. Fallegir litir sem haldast vel á.
5 Ég er mjög mikið fyrir augnhár og finnst flott augnhár setja punktinn yfir i-ið í fallegri förðun. Nýlega var byrjað að selja Tanya Burr augnhár á Íslandi og Everyday Flutter augnhárin frá merkinu eru að mínu mati ein þau fallegustu. Þau eru hálf, þ.e. maður setur þau á ytri enda augnanna. Þau stækka augun án þess að þyngja förðunina um of og svo blandast þau ótrúlega vel við eigin aughár. Mæli líka hiklaust með þessum augnhárum fyrir aðila sem eru ekki vanir að setja á sig augnhár þar sem það er mjög þægileg og auðvelt að setja þau á.
Hvert er uppáhalds meikið ?
Ég er búin að nota True Match frá L’oreal í mörg ár og hef helst ekki viljað nota neitt annað á sjálfa mig. Síðan prufaði ég Infallible meikið frá L’oreal fyrir hálfum mánuði síðan en ég var eiginlega búin að ákveða að það hentaði mér ekki. Það kom mér hinsvegar skemmtilega á óvart og áferðin er ótrúlega falleg.
Hvaða vörur notar þú til að hreinsa húðina ?
Ég nota appelsínugulu línuna frá Neutrogena. Ég er með mjög blandaða húð sem getur verið mjög erfitt að eiga við og hún hentar mér fullkomlega. Ég nota allskonar mismunandi vörur til að hreinsa af farða eftir hvernig ég er máluð og hversu mikið. Dagsdaglega nota ég annað hvort Micellar hreinsivatn frá L’oreal eða hreinsiklúta frá Neutrogena sem fást því miður ekki á Íslandi en eru án efa þeir bestu sem ég hef prufað.
Hvaða krem er best ?
Ég nota mikið olíulaus krem, og þá sérstaklega undir farða. Uppáhalds olíulausa kremið mitt er frá Neutrogena og heitir einfaldlega “oil-free cream” og er hluti af appelínugulu línunni frá Neutrogena sem ég nefndi hér að ofan. Ég eignaðist svo fyrir jólin “Skin Perfection” línuna frá L’oreal og er ótrúlega hrifin af henni.
Áttu þér uppáhalds merki?
Eins og kannski sést er ég mikil L’oreal manneskja og er ótrúlega hrifin af merkinu og fyrirtækinu sjálfu. Önnur merki sem eru í uppáhaldi eru MAC, Real Techniques í burstum, Tanya Burr augnhár, Maybelline, Anastasia Beverly Hills og Urban Decay.
Hvers konar förðun ertu hrifnust af ?
Fer aðeins eftir árstíðum og skapi hverju sinni en er alltaf hrifnust af fallegri ljómandi húð. Mér þykir augnháraæðið sem er í gangi núna líka mjög skemmtilegt og gaman að fylgjast með því að breiðari aldurshópur kvenna virðist vera farin að nota augnhár. Falleg augnhár geta gert heilmikið fyrir konur á öllum aldri séu þau vel valin.
Ég vil þakka Rósu kærlega fyrir að leyfa okkur að kíkja í snyrtibudduna sína!
Annika Vignisdóttir er förðunarfræðingur og nemi í MSc markaðsfræði í HR. Hún, sem er fædd í meyjarmerkinu, elskar gjörsamlega allt sem tengist förðun, húðumhirðu og snyrtivörum en hefur einnig mjög gaman af dansi, tísku, hreyfingu og fólki með svartan húmor. Annika lifir samkvæmt þeirri hugmyndafræði að gera sem mest af því sem er skemmtilegt. Ef þú hefur fyrirspurnir varðandi förðun eða samstarf er þér velkomið að hafa samband við hana í gegnum mail: annikavignis@gmail.com