Við sem hér á landi búum höfum öll búið til snjókarl eða snjóhús að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Svo eru sumir sem hafa meiri metnað en aðrir…
Reyndar búa þessir bræður ekki hér á klakanum heldur á mun kaldari stað, nefninlega í Minnesota í Bandaríkjunum. Og í stað þess að gera snjókarla gerðu þeir snjó-Hákarl og já, rostung og broddafisk í ofurstærð.
Verkið tók yfir 100 klukkustundir, það er að segja hvert mannvirki, og snjóinn fengu þeir bara í kringum húsið sitt (foreldrum þeirra eflaust til mikillar gleði).
Austin, Connor og Trevor Bartz voru semsagt í þrjár og hálfa viku að útbúa þetta listaverk fyrir framan húsið sitt en síðasta vetur gerðu þeir rostunginn sem sjá má á myndinni hér að neðan. Þeir segjast þó ekki vera neinir listamenn en mikið hljóta þessir kappar að ná langt í listheimum ef þeir ákveða sig einn daginn að leggja það fyrir sig.
Ekkert Facebook rugl á þessum strákum.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.