Ég eeelska næntís árin og sérstaklega seinni hluta tímabilsins rétt fyrir aldamót. Það var einhvernveginn allt leyfilegt á þessum tíma í förðun, hári og fatnaði. Fólk var bara í einhverju flippi.
Tónlistin var heldur ekki af verri kantinum en popp, r&b og hiphop gjörsamlega blómstraði.
Varalitir voru gjarnan mjög dökkir, alveg frá fjólubláum og út í brons. Varalitablýanturinn var einnig óspart notaður.
Sumir heillituðu eða settu strípur í hárið á sér í sterkum litum.
Föt komu í allskonar munstrum og litum og almennt var fólk ósmeykt við að prófa sig áfram.
Gallabuxur og gallajakki þótti bara hin fínasta samsetning og eins þótti ekkert athugavert við það að vera í sama litnum og þá meina ég bókstaflega frá toppi til táar. Þá erum við að tala um hvíta skó, hvít föt og hvíta fylgihluti til að setja punktinn yir i-ið OG NOTA BENE stundum var farðinn í stíl við múnderinguna líka (Jennifer Lopez var meðal þeirra sem sótti í þennan stíl eins og sjá má á myndinni af henni og P-diddy á rauða dreglinum).
Auðvitað tóku ekki allir þátt í þessari gleði/bilun enda þessi tími mjög ekta og einlægur, fólk fór tiltölulega mikið sínar eigin leiðir.
’90 var að mörgu leyti yndislega klikkaður tími, myndinar tala sínu máli.
PS. Þar sem við erum á góðum laugardegi þá varð ég að leyfa einu Backstreet Boys lagi að fylgja með en lagið var valið þriðja besta ’90 lagið af tónlistarstöðinni VH1, dæmi hver fyrir sig. Sjá myndband að neðan.
[youtube]http://youtu.be/4fndeDfaWCg[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.