Margir hafa beðið þess að heyra niðurstöðuna úr örsögukeppninni okkar með eftirvæntingu og í dag er stóri dagurinn!
Við fengum ríflega 60 sögur sendar inn og birtum þær sem okkur fannst skara fram úr. Eftir endalausar vangaveltur og langar ræður liggur niðurstaðan fyrir um þrjú efstu sætin og svo þrjú aukasæti sem fá einnig fallega vinninga.
Við þökkum öllum sem sendu inn sögur hjartanlega fyrir þáttökuna!
Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
1. Sæti – Karl Bridde fyrir söguna Þessi verður kærastan þín .
Verðlaun: Flug fyrir tvo til Amsterdam í boði WOW Air!
Okkur fannst þessi saga bara svo krúttleg og hrikalega rómantísk og gömlu myndirnar sem voru sendar með voru ekki að spilla fyrir.
Karl fær flugsæti fyrir sjálfan sig og ástina sína til hinnar ofurskemmtilegu Amsterdamborgar í sumar en þar er hægt að gera ótalmargt skemmtilegt og rómantískt. Síkjasigling, kaffihús, listasöfn og margt, margt fleira heillar við þessa frábæru borg.
2. Sæti – Kristjana Ósk Kristjánsdóttir – Sjoppuránið bjó til samband.
Verðlaun: Dvöl á Betri stofu Bláa Lónsins – Nudd ofan í lóninu og kvöldverður á Lava Restaurant fyrir tvo.
Þetta var auðvitað heljar mikið drama og merkilegt að upp úr því hafi orðið til farsælt ástarsamband sem segir okkur að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.
Kristjana getur boðið sínum heittelskaða í Betri stofu Bláa lónsins en þar er dekrað við gesti með fallegu umhverfi, æðislegri búningsaðstöðu og ljúfum réttum. Að auki fá þau nudd í sjálfu lóninu (algjörlega dásamlegt) og ljúffengan kvöldverð á Lava Restaurant. Gerist ekki betra! Þið komið endurfædd og enn ástfangnari í bæinn aftur.
3. Sæti – Verðlaun – Kvöldverður, morgunverður og gisting á Hótel Holti í Reykjavík.
I love himm so mudds! – Þorbjörg Theódórsdóttir
Það er eitthvað svo fallegt við að æskuástir nái saman aftur eftir mörg ár og jafnvel önnur sambönd. Og enn sætara að ástin og neistin sé enn eins og þegar fólk var á unglingsaldri.
Þorbjörg á inni nótt á hinu margrómaða Hótel Holti og rómantískan kvöldverð með sínum ektamaka en þau geta notið alls þess góða sem höfuðborgin okkar sæta hefur upp á að bjóða í leiðinni, heimsótt söfn og kaffihús og notið lífsins.
4, 5 og 6 Sæti
Harpa Hrund og Gunnar Freyr í gönguferð á Gróttu – Gunnar Freyr Róbertsson
Mr. Big – Hrafnhildur Viðarsdóttir
Hér flækjum við ekki málin – Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg
Þessar sögur eru allar sérlega sætar og rómantískar, hver á sinn hátt. Harpa Hrund og Gunnar Freyr eru enn saman eftir 8 ár en þeirra ferðalag hófst á löngum göngutúr í Gróttu, Mr.Big í næsta húsi heillaði með breiðu baki og það er eitthvað krúttlegt við að eiga bæði mann og pabba sem heita Hlynur og eru í löggunni.
Þið eigið inni hjá okkur ljúfa og kynþokkafulla ilmi frá háklassa framleiðendum. Catch me frá Chacarel fyrir dömur og gjafaöskju frá Ralph Lauren Polo nr 1 með herrailmi og deodorant.
Vinsamlegast hafið samband við okkur á netfangið pjattrofurnar (hja) pjatt.is og við komum gjöfunum til skila.
Enn og aftur – Takk fyrir frábæra þáttöku elsku lesendur og til hamingju með hvort annað!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.