Eins og flestir lesendur okkar Pjattrófa tóku eftir vorum við með virkilega flottar gjafir til ykkar í desember.

Þær heppnu sem fá að bjóða vinkonum sínum í þetta dásamlega SPA eru Rannveig Vigfúsdóttir, Erna Björg Guðlaugsdóttir og Arna Dögg Ragnarsdóttir.
Þær fá allar að taka með fimm vinkonur sem fá nudd, vínglas og ávaxtabakka í boði hússins ásamt því að slaka á í infrarauðu gufunni, pottunum og slökunarrýminu á þessu flotta SPA sem óhætt er að kalla eitt best geymda leyndarmál borgarinnar.
Við skorum á allar að kíkja betur á þessa perlu og sjá hvort þú viljir ekki skella þér í andlitsbað, nudd eða bara hreina slökun í þessum sælureit sem Reykjavík SPA er.
Þær eru alltaf með flott tilboð og bæði umhverfið og þjónustan eru til fyrirmyndar. We love it!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.