Hann var ekkert að grínast’með’etta hann Alexander McQuenn þegar sýningin Origins of the Species fór fram í París í fyrrakvöld…
Snillingurinn McQueen fékk fyrirsæturnar til að trítla niður kisustíginn á klikkuðum skóm með 30 sentimetra hælum! Skór sem eru væntanlega ekki að fara að seljast eins og heitar lummur þar sem það þarf örugglega námskeið í að ganga á þessu, eða hressa sjálfspyntingarhvöt.
Þar sem innblástur sýningarinnar var fengin frá Charles Darwin mátti glögglega greina áhrif dýraríkisins í hönnun meistara McQueen (ekki í fyrsta sinn). Mynstur kjólanna minntu á skínandi hreistur fiska, leðraða húð eðlunnar og fjaðrir fuglanna.
Sýning þessi var algjört one off dæmi og færri komust að en vildu. Fólk hefði þó getað séð þetta á síðunni showstudio.com á netinu ef Lady GaGa, sem sá um tónlist sýningarinnar, hefði ekki tilkynnt á netinu að hægt væri að heyra frumflutning lagsins á þessari síðu. Uppátækið varð til þess að showstudio “krassaði” og fæstir sáu því þessa dýrð McQueen meðan sýningin fór fram.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.