Skóm… skór, skór, skór. Pjattrófur fá aldrei nóg af fallegum skóm og tískupallarnir eru með girnilegasta úrval af skóm í haustlínunni 2010.
Skór sem eru svo fallegir að þegar ég skoða hausttískuna -þá líður mér hreinlega eins og barni í nammibúð, á nammidaginn, með stóran poka á pabbahelgi.
Eitt það flottasta sem um getur þegar kemur að því að setja statement eru litríkir sky-high skór.
Ef skórnir eiga að vera aðalatriðið þá er best að vera ekkert með fötin of busy, ekkert sem gæti tekið athyglina af skónum.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.