Það er ekki auðvelt að slíta sambandi. Satt að segja er mikið, mikið auðveldara að koma sér í samband en úr því og þessvegna ætti maður að vanda valið mjög vel.
En ef þú skyldir nú vera ein þeirra sem valdir ekki rétt og ert að fara út úr sambandinu sem þú varst í… eða skilja við manninn sem þú giftst, þá eru þetta skotheld ráð um hvað þú átt EKKI að gera þegar þú hættir í sambandi. Reynslan hefur sýnt mörgum (meðal annars mér) að það er sitthvað sem maður þarf að halda aftur af sér með þegar sambandinu er slitið.
1. EKKI reyna að vera “bara vinir”.
Plís ekki detta í þetta “verum bara vinir” grín.
Auðvitað er annað ykkar alltaf með eitthvað meira í huga. T.d. vonina um að þið gætuð hugsanlega byrjað saman einhverntíma aftur. Það veit ekki á gott. Nú þegar þú ert ein þá er um að gera að læra frekar hver þú ert í stað þess að hamast í þessum “vini”.
Hver er þessi single stelpa? Hvað fílar hún? Hvað langar hana að borða? Hvaða mynd langar hana að sjá?
Ekki hanga í óþarfa vinskap við fyrrverandi kærasta/maka. Það flækir bara málin og forðar þér frá því að halda áfram með eigið líf á eigin forsendum, kynnast nýju fólki og jafnvel nýjum manni.
2. EKKI vera með myndir og minningar útum allt.
Það er alltaf eitthvað sem minnir mann á sambandið: Myndir, sætismiðar í flugvél, föt… jafnvel matur. Þegar þið eruð hætt saman skaltu gera þitt besta til að losna við þetta allt.
Stundum getur það verið flókið, sérstaklega ef fólk á börn saman, en gerðu samt þitt besta. Finndu kassa og settu í hann það sem tengist þínum fyrrverandi og þér eða sambandinu. Farðu með kassann út í skúr eða bara eitthvað annað og tékkaðu ekki á honum fyrr en eftir tvö ár.
Það verður alveg nóg um aðrar minningar hingað og þangað svo ekki bæta á bálið.
3. EKKI neita þér um að upplifa sársaukafullar og erfiðar tilfinningar.
Eftir sambandsslit gengur þú í hugsanlega gegnum allskonar tilfinningar, t.d. einmanaleika, reiði, ótta, skömm, óvissi, niðurlægingu, sorg, örvæntingu, afbrýðissemi og depurð. Og þessar tilfinngar geta brotist út í gráti eða þyngslum fyrir hjartanu (heart-break).
Þetta eru vissulega mjög eðlilegar tilfinningar og ekkert að þeim. Þær eru satt best að segja mikilvægar svo að þú getir haldið heilbrigði þínu. Auðvitað ekki strax -en þegar fram líða stundir skilurðu að þær áttu allar að koma. Sorgartíminn er hluti af þessu öllu. Svo er líka hollt að gráta. Það er vísindalega sannað. Prófaðu að syrgja bara af lífi og sál í nokkra daga, éta súkkulaði og hlusta á melódramatíska tónlist og sjáðu svo til hvort þér líði ekki betur.
4. EKKI fara á fyllerí…
Það gerir bara illt verra. Farðu frekar á ‘Bridget Jones’ bömmer í góðan tíma, borðaðu súkkulaði og horfðu á væmnar vasaklútamyndir. Það boðar ekki gott að reyna að deyfa sársauka með lyfjum, áfengi eða vímu. Svoleiðis kemur þér enn frekar úr jafnvægi og í þessháttar ástandi gætirðu gert mjög margt sem þú sérð síðar eftir. Það er mikið auðveldara að losna við tvö kíló sem komu með súkkulaðiáti en bömmer yfir því að hafa verið á “Drink ‘N Dial” í viku 😉
5. EKKI hætta að hugsa vel um sjálfa þig…
Allir þurfa að borða, sofa og fara í bað. Eftir erfiðan skilað eða sambandsslit eiga margir í mesta basli með að ráða við þessa einföldu hluti. Ef þú getur það ekki skaltu biðja vinkonur þínar um hjálp, eða mömmu -eða einhvern eða einhverja sem lætur sér annt um þig.
Svo er líka sniðugt að búa til skilnaðarplan með allskonar sem gerir þig happý og lætur þér líða betur. Farðu yfir hvað þér finnst gaman og hvað gæti látið þér líða betur. Til dæmis…
- Hlusta á tónlist sem lætur þér líða vel
- Horfa á bíómynd eða heila sjónvarpsþáttaröð
- Fara í bað
- Skrifa dagbók
- Fara í labbitúra
- Fara í ræktina
- Hugleiða
- Teikna
- Leggjast í rúmið og lesa blöð
- Út að hlaupa
- Á kaffihús að lesa blöð
- Í nudd
- Heimsækja ömmu
- Rúnta og hlusta á Beyonce
… eða annað sem þér líður betur af
Eftir þetta allt er mjög sniðugt að taka allt í gegn og þig sjálfa líka. Byrja upp á nýtt!
Henda ÖLLU sem er útrunnið og þú notar ekki lengur. Gefa gömul föt. Selja eða gefa gamlar bækur. Losaðu þig við allt dótaríið, farðu í klippingu, litun, leikfimi, á línubát…
Lífið er alls ekki búið!
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.