Iceland Airwaves Music Festival, í samstarfi við Urban Nation Berlin, hafa látið skreyta nokkra húsgafla í miðborg Reykjavíkur undir yfirskriftinni Wall Poetry eða Veggjaskáldskapur 2015.
Markmiðið er að taka hið ósýnilega skapandi ferli þegar málari hlustar á tónlist meðan hann málar málverk eða tónlistarmaður sem sér fyrir sér ákveðið málverk eða list uppsetningu sem að tengjast tilfinningunni sem fylgir laginu og textanum.
Út frá þessari samvinnu í myndlist og tónlist hefur skapast einstakur veggjaskáldskapur listamannanna.
Hvað sér listamaðurinn fyrir sér þegar hann hlustar á lagið?
Götulistamennirnir vinna verk sín upp úr lagatextum tónlistarmannanna og má með sanni segja að útkoman sé glæsileg eins og myndirnar bera með sér. Listaverkin glæða miðborgina lífi og vekja eftirtekt og aðdáun vegfarenda.
Í Reykjavík var listamönnunum úthlutað veggjum í miðborginni sem þeir máttu skreyta að vild og birti Reykjavíkurborg þessar myndir eftir ljósmyndarann Nika Kramer á Facebook síðu sinni í gær.
Laugavegur 23
Myndlist: Caratoes
Tónlist: Ylja
Lag: Óður til móður
[youtube]https://youtu.be/HdJQz72he7g[/youtube]
Vesturgata 16
Myndlist: DEIH XLF
Tónlist: Vök
Lag: Waterfall
[youtube]https://youtu.be/pSfR0rSIhI4[/youtube]
Laugavegur 66
Myndlist: D*Face
Tónlist: Agent Fresco
Lag: Wait For Me
[youtube]https://youtu.be/4DqNRklwDwc[/youtube]
Laugavegur 35
Myndlist: ELLE
Tónlist: Úlfur Úlfur
Lag: Tuttugu og Eitthvað
http://www.visir.is/
Hverfisgata 46
Myndlist: Ernest Zacharevic
Tónlist: Dikta
Lag: We’ll Meet Again
[youtube]https://youtu.be/U1qx5bzjsfU[/youtube]
Sjávarútvegshúsið, Skúlagata 4
Myndlist: Evoca1
Tónlist: Saun & Starr
Lag: Gonna Make Time
[youtube]https://youtu.be/sg8-SwVyKUg[/youtube]
Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a, bakhlið
Myndlist: Li-Hill
Tónlist: John Grant
Lag: Pale Green Ghosts
[youtube]https://youtu.be/mHXq_ghBGrs[/youtube]
Grandagarður 14
Myndlist: Tankpetrol
Tónlist: GusGus
Lag: Over
[youtube]https://youtu.be/eGdAipbnoys[/youtube]
Hólmaslóð 2
Myndlist: Telmo Miel
Tónlist: Mercury Rev
Lag: Moth Light
[youtube]https://youtu.be/eS9VmJOmA8U[/youtube]
Iceland Airwaves hátíðin er nú haldin í sautjánda sinn og fer hún fram dagana 4. til 8. nóvember. Um 240 listamenn koma fram í ár, þar af 72 erlendar sveitir. Listamennirnir munu koma fram á 13 tónleikastöðum í miðborginni. Að auki verða í boði hundruðir tónleika á Off-venue dagskrá hátíðarinnar.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.