Vitundarvakning – Fallegt íslenskt orð sem notað er um það þegar vekja á fólk, almenning, til umhugsunar um eitthvað ákveðið félagslegt vandamál, aðstæður eða annað sem betur mætti fara.
John Lennon og Yoko Ono voru fyrst til að nota auglýsingatæknina í þágu hins góða þau fóru af stað með Imagine Peace herferðina sína. Þá létu þau hanna plaköt þar sem á stóð einfaldlega War is Over og Imagine Peace, (ímyndaðu þér frið) og dreifðu þessum plakötum eins víða og þau gátu. Þau vildu að fólk sæi fyrir sér líf án ofbeldis.
Vel gerð auglýsing grípur áhuga þinn og límir sig í heilann. Situr þar helst sem fastast, eða þangað til þú ert búin að kaupa vöruna sem verið var að auglýsa, meðvitað eða ómeðvitað.
Oftast eru auglýsingar nefninlega gerðar í þeim tilgangi að selja varning og fólkið sem vinnur við að búa þær til getur verið mjög fært í sínu fagi, listrænt, vel menntað og með góða innsýn í það sem snertir við okkur og hefur áhrif.
Sjálf hef ég unnið sem texta og hugmyndasmiður á auglýsingastofum og ég held ég geti fullyrt að allir sem það hafa prófað hafa líka upplifað tilgangsleysi tilveru sinnar og starfskrafta þegar maður sat og upphugsaði eitthvað magnað slogan fyrir einn einn uppþvottalöginn, frostpinnann, eða eitthvað álíka merkilegt fyrirbæri.
Það þarf því ekki að koma á óvart hversu mögnuð útkoman getur orðið þegar þetta færa fólk í auglýsingabransanum fær í hendurnar þau verkefni að láta eitthvað gott af sér leiða, – eitthvað raunverulega gott. Eitthvað alvöru.
Þegar kúnninn er Unicef, Amnesty International eða aðrar stofnanir/fyrirtæki sem reyna að gera heiminn sem við lifum í fallegri, friðsælli og betri.
Ef þú pælir í því þá ganga allar þessar “auglýsingar” út á að elska meira, hata minna og bera meiri virðingu fyrir því sem lifir. Og þær eru sterkar.
1 | Fórnarlömb pyntinga er fólk, rétt eins og þú og ég
Auglýsingastofa: Advico Y&R, Zurich, Switzerland
2 | Bindum enda á ofbeldið: Akstur og áfengi eiga ekki samleið
Auglýsingastofa: Terremoto Propaganda, Curitiba, Brazil
3 | “Tölfræðin sýnir, að ef þú reykir þá endar sagan þín 15% fyrr.”
Auglýsingastofa: Iris, London, UK
4 | World Wide Fund For Nature: Hræðilegt / Hræðilegra
Auglýsingastofa: DDB&CO., Istanbul, Tyrklandi
5 | Húðlitur þinn ætti ekki að ráða úrslitum um framtíð þína
Auglýsingastofa: Publicis Conseil, Paris, Frakklandi
6 | Skógurinn minnkar með hverri síðu sem þú flettir
Auglýsingastofa: LINKSUS, Beijing, Kína
7 | Óhatur
Auglýsingastofa: Fabrica, Ítalíu
8 | Elm Grove Police Department: Ökum hægar
Auglýsingastofa: Cramer-Krasselt, Milwaukee, USA
9 | Spörum pappír, Björgum jörðinni
Auglýsingastofa: Saatchi & Saatchi, Köben
10 |Loftmengun drepur um 60.000 manns á ári
11 | Það gerist ekkert þó þú lækir – Vertu sjálfboðaliði – Bjargaðu mannslífi
Auglýsingastofa: Publicis, Singapore
12 | Dýravernd: Ef þú tekur þetta ekki upp þá gera þeir það
Auglýsingastofa: TBWA\Hunt\Lascaris, Jóhannesarborg í Suður Afríku
13 | Við sjáum þetta þegar þú reykir
Auglýsingastofa: JWT, Atlanta, USA
14 | Dýravernd: Þetta er ekki fótbolti
Auglýsingastofa: Lowe Bull, Cape Town, Suður Afríku
15 | Umferðarlögreglan í Bangalore: Ekki tala í símann meðan þú ekur bíl
Auglýsingastofa: Mudra Group, India
16 | Börn í hernaði: Þetta er ekki að gerast HÉR en þetta er að gerast NÚNA
Creative/Art director Pius Walker, Amnesty International, Sviss
17 | Ritskoðun segir ekki réttu söguna
Auglýsingastofa: Memac Ogilvy & Mather Dubai, UAE
18 | Annarshugar undir akstri: Hugsaðu um báðar hliðar
Auglýsingastofa: Red Pepper, Ekaterinburg, Rússlandi
19 | Dýrategund deyr út á sextíu sekúndna fresti. Hver mínúta skiptir máli.
Auglýsingastofa: Scholz & Friends, Berlin, Þýskalandi
20 | Sakleysi í hættu: Hvar er barnaníðingurinn?
Art Director: Michael Arguello, Hugmyndasmiður: Bassam Tariq, Additional credits: Jason Musante
21 |Barnaníðingurinn getur falið sig í snjallsíma barnsins
Auglýsingastofa: Herezie, Paris, Frakklandi
22 | Reykingar framkalla ótímabæra öldrun
Auglýsingastofa: Euro RSCG Ástralíu
23 | Þú ert ekki teikning – Segðu NEI við anorexíu
Auglýsingastofa: Revolution Brasilíu
24 | Vanræktum börnum líður eins og enginn sjái þau – Beitum börn ekki ofbeldi – Vanræksla er ofbeldi.
“Til að gera fólk meðvitað um vanrækslu barna sinna settum við gínur, klæddar sem börn, undir stór plaköt,”
25 | Plastpokar drepa
Auglýsingastofa: BBDO Malaysia, Kuala Lumpur / Auglýsingastofa: Duval Guillaume, Belgíu
26 | What Goes Around Comes Around. Höldum hafinu hreinu
Auglýsingastofa: JWT, Dubai, UAE
27 | Gætum þess að hafa fjarlægð á milli bíla – Gefum stóru bílunum pláss
Auglýsingastofa: Amélie Company, Denver, Colorado, USA
28 | Sea Shepherd: Þegar þú sérð túnfisk, hugsaðu þá um pöndur
Auglýsingastofa: Ogilvy & Mather, Singapore
29 | Þreytan er sterkari en þú – Ekki aka þegar þú ert svefnlaus
Auglýsingastofa: BBDO Bangkok, Tæland
30 | Það er svona auðvelt að gefa þeim sem svelta að borða
Auglýsingastofa: TBWA\Hunt\Lascaris, Johannesburg, Suður Afríka
31 | Þú nærð þér í krabbameinið sjálf/ur ef þú reykir
Auglýsingastofa: Dentsu, Beijing, Kína
32 | Verndum skógana og loftið sem við öndum að okkur, áður en það verður of seint
Auglýsingastofa: TBWA\PARIS, Frakklandi
33 | Hver einasti dagur er barátta hjá heimilislausum
Auglýsingastofa:Clemenger BBDO, Melbourne, Ástralíu
34 | Ekki missa stjórn á drykkjunni
Auglýsingastofa: EURORSCG Prague, Tékklandi
35 | Annað barnið heldur á hlut sem hefur verið bannaður í Bandaríkjunum svo að börnum stafi ekki hætta af honum – Giskaðu…
Auglýsingastofa: Grey, Toronto, Canada
36 | Brjóstahaldari til styrktar rannsóknum á brjóstakrabba
Auglýsingastofa: Bolero, Fortaleza, Brasilíu
37 | UN Women: Auto-Complete á Google sýnir hvernig heimurinn hugsar um konur (Við þurfum enn feminisma)
Auglýsingastofa: Ogilvy & Mather, Dubai, UAE
38 | Ekki kaupa minjagripi sem gerðir eru úr dýrum…
Auglýsingastofa: LOWE GGK, Varsjá, Póllandi
39 | Spenntu beltin – Haltu lífi
[heimild: architecturendesign]
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.