Breska stelpuhljómsveitin The Saturdays kann ekki alveg að klæða sig eins og komið var inn á í nýlegum pistli hér á Pjattrófunum.
Þessi vanhæfni kemur sér ekki vel þegar tekið er upp myndband á Íslandi en hérna má sjá meðlimi hljómsveitarinnar flækjast um okkar farsældar Fróni í mjög óviðeigandi fatnaði. Þær eru vel búnar að ofan en hver fer í hnésokkum og hælum upp á hálendi með loðhúfu á kollinum?
Fötin sem þær þó skelltu sér í eru mjög smart, sérstaklega bláa herðasláin og svarti kögurjakkinn. Vel stíliserað, hefði bara mátt vera meira af fötum og minna af berum lærum. Sjáiði strákahljómsveit fyrir ykkur á stuttbuxum uppi á jökli? Nei.
Lagið heitir My heart takes over…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=1hTwi8qhfMQ[/youtube]Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.