Það er sjaldan sem ég nenni að fara í bíó án þess að vita neitt um myndina en ég gerði það núna um daginn.
Mig langaði bara í bíó og fyrsta myndin sem ég rak augun í var The Intouchables.
Það eina sem ég í rauninni vissi var að myndin var með 8.5 í einkun á imdb og hún fjallar um mann sem er lamaður fyrir neðan mitti og aðstoðarmann hans.
Myndin endaði á því að gera miklu meira en að standast kröfur mínar, hún var fyndin, ljúfsár og skemmtileg ásamt því að vekja mig til umhugsunnar. Myndin byggist líka á sönnum atburðum sem gerir hana enn fallegri og áhugaverðari en ella.
The Intouchables er tilvalin mynd fyrir þá sem þykir gaman af að sjá fallega sögu og fyrir þá sem eru orðnir leiðir á að horfa á endurunnar Hollywood myndir, hún er sýnd í Laugarásbíó og í Háskólabíó.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=hsPHXVnt27g[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.