Slakasti maður kvikmyndasögunnar í Bíó Paradís á Sunnudag kl 20:00

Slakasti maður kvikmyndasögunnar í Bíó Paradís á Sunnudag kl 20:00

Screen Shot 2016-03-05 at 13.28.08

SVARTIR SUNNUDAGAR KYNNA: THE BIG LEBOWSKI SUNNUDAGINN 6. MARS KL 20:00!

Svartir Sunnudagar hafa verið haldnir í Bíó Paradís frá því herrans ári 2012. Þá koma múví-nördar saman og horfa á skemmtilegar eða áhugaverðar kvikmyndir sem af einhverjum ástæðum hafa náð svokölluðum költ status.

tumblr_nkih3rcX7b1uowt7jo1_500Næsta sunnudag er það The Big Lebowski sem kom út árið 1998 og hefur fest sig all rækilega í sessi síðan.

Karakterinn Jeff Lebowski þykir meira að segja svo æðislegur að það hefur verið stofnað sérstakt trúfélag í kringum hann, svokallaður Dúdismi, en þau sem aðhyllast Dúdisma taka lífinu með stakri ró og kunna virkilega að slaka.

 

Jeff “The Dude” Lebowski þykir nefninlega fátt skemmtilegra en að liggja í leti, reykja jónur og hanga með félögum sínum í keilusalnum. En eftir að hann er fyrir misskilning tekinn fyrir að vera milljónamæringur sem ber sama nafn og hann, flækist hann í white-russiannær óskiljanlegan glæpaþráð.

Tveir hrottar koma heim til hans og pissa á teppið hans, en þeir halda að hann sé Jeffrey Lebowski, milljónamæringur frá Los Angeles, en eiginkona hans skuldar einhverjum þorpurum háar fjárhæðir.

The Dude flækist í flókinn vef þegar hann fer og heimsækir hinn raunverulega milljónamæring, til að reyna að fá bætur fyrir teppið sem þorpararnir skemmdu.

Hann er síðan ráðinn til að verða tengiliður á milli hins raunverulega Lebowski og þorparanna sem nú hafa rænt eiginkonunni.

Vinir The Dude flækjast í málið allt og afleiðingarnar verða vægast sagt kostulegar.

Hvítrússi verður til sölu á barnum fyrir sýningu og á meðan henni stendur og þau sem mæta í búning fá 50% afslátt af Hvítrússanum!  Eftir myndina fá þeir sem sýna bíómiða 20% af drykkjum á Lebowski Bar. ÁRSKORT í Bíó Paradís verður veitt fyrir besta búninginn!thedude

Partýið er semsagt á morgun krakkar, – ekki í kvöld. Spara sig!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest