Þarf að kynda upp í kynlífinu?

Þarf að kynda upp í kynlífinu?

mastur-300x205Kryddaðu kynlífið og kyntu aftur undir ástríðunum í sambandinu með þessum hugmyndum.

Hlúðu að sál og líkama

Gott kynlíf felst í því að vera í nánu sambandi við líkamann. Þegar konur eru stressaðar, þreyttar eða útkeyrðar missa þær oft löngunina til að stunda kynlíf af því þær detta úr sambandi við líkama sinn. Að dekra við sig getur komið skilningarvitunum í gang.

Farðu í langt og heitt bað með ilmkertum og hlustaðu á góða tónlist. Lokaðu augunum og einbeittu þér að því að draga andann djúpt. Þessi einföldu atriði munu gefa þér góða slökun þannig að líkaminn verður opnari fyrir munaði.

Sjálfsfróun saman

Bæði konur og karlar geta lagt of mikla áherslu á endapunktinn við sjálfsfróun í stað þess að njóta allrar ferðarinnar. Auktu ánægjuna með því að örva allan líkamann. Láttu hendurnar vafra um líkama þinn og snertu þig eins og þú myndir vilja að elskhugi þinn gerði. Finndu næmu punktana og einbeittu þér að þeim. Rasskinnarnar og innanverð lærin geta verið sérlega næmir staðir. Svo ættuð þið að fróa ykkur og sýna hvort öðru hvar og hvernig þið viljið láta snerta ykkur. Því æstari sem þú og elskugi þinn getið orðið með því að strjúka og snerta hvort annað, ekki bara á kynfærunum, þeim mun nánari og næmari verða ástarleikir ykkar.

Deilið fantasíunum

Sumið eru mjög áhyggjufullir yfir kynórum sínum en í raun þarf þess ekki. Órar þínir eru heilbrigð tjáning á sálarlífinu. Þeir gerast ekki í raunveruleikanum svo þú mátt alveg láta þig dreyma. Fantasíurnar þínar geta verið rómantískar, með hjálpartækjum eða hreinlega svæsnar. Þær geta verið um að elskast á opinberum stöðum, eiga kynlíf með fleiri en einni manneskju eða jafnvel þannig að þér sé þröngvað til kynlífs.  Órarnir tjá innri þrá eftir að brjótast út fyrir þau kynferðislegu takmörk eða hömlur sem þú hefur og getur þráin jafnvel verið ómeðvituð.

Taktu tilfinningalegri nánd fagnandi

Tjáskipti eru lykillinn að frábæru kynlífi. Það geta verið ákveðnir hlutir sem við þorum ekki að tala um af ótta við að verða særð, sérstaklega ef við höfum reynslu fyrir því að vera hafnað. En ef þú getur ekki tjáð þig almennilega við maka þinn getið þið fjarlægst hvort annað – og þessi fjarlægð mun hafa áhrif á kynlífið. Vertu viss um að geta beðið um faðmlag eða hlý orð hvenær sem þú þarft á því að halda til huggunar og geta veitt slíkt þegar þess er óskað af þér. Ekki óttast að sýna makanum slæmu hliðarnar hverjir sem veikleikar þínir eru eða hvað sem það er sem þér finnst þú ekki alveg standa þig nógu vel í.

Kynlífið með makanum speglar aðrar hliðar sambands ykkar. Tilfinningaleg nánd mun koma í gegn í svefnherberginu og leiða til betri reynslu fyrir ykkur bæði.

Vertu sexý

Það er ekkert meira kynæsandi en sjálfsöryggi, sérstaklega ef það kemur fram í bólinu en þótt þú finnir það ekki skaltu læra að þykjast! Láttu sem þú sért sjálfsörugg kona sem geislar af kynþokka. Það tekur 28 daga að breyta vana, svo ef þú byrjar núna að hugsa þér þig sem fallega konu sem geislar af kynþokka, tekur það þig ekki nema mánuð að verða sú kona (ef þú ert ekki þannig nú þegar). Ef þú hugsar og hegðar þér kynæsandi muntu fljótt finna að fólkið í kringum þig sér þig þannig líka.

Gerðu umhverfi þitt erótískara

Er svefnherbergið þitt erótískt eða boring? Er það hreint og ferskt og svolítið rómantískt eða er það einfaldlega meira herbergi til að sofa í en ekki til að elskast? erotik

Hugsaðu um hvað í herberginu þínu minnir á kynlíf. Það þarf oft ekki mikið til að gera gæfumuninn. Hlýir litir eins og rauður, bleikur og appelsínugulur örva kynferðislega hugsun. Skapaðu umhverfi sem þú myndir vilja elskast í. Skiptu út gamla útvarpinu, böngsum og asnalegum teppum fyrir æsandi ilmefni og fallega lýsingu. Herbergið á að gera þig afslappaða og kveikja á næmleika skynfæranna.

Talaðu

Af hverju er erfitt fyrir fólk að tala um kynlíf við makann sinn? Yfirleitt er það vegna bælingar – sú nagandi tilfinning að kynlíf sé leynileg athöfn sem eigi ekki að ræða við aðra. Með því að venja sig á að tala við hvort annað meðan þið elskist, brjótið þið hömlurnar niður og varðið leiðina að meiri og nánari sælutilfinningu.

Að tala þýðir samt ekki að gefa hvort öðru nákvæma lýsingu á frammistöðunni hverju sinni heldur er það frábær leið til að læra hvað hinum líkar, og þér.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest