Guðni Gunnarsson er mörgum kunnur fyrir andlega leiðsögn sína og innblástur til betra lífs og tilveru. Miðvikudaginn 10. júní fer hann af stað með námskeið sem hefur fengið yfirskriftina VakAndi og er meginmarkmiðið að valda straumhvörfum í viðhorfum þeirra sem það sækja.
„Markmiðið með námskeiðinu er að vakna til vitundar um að við erum máttugar sálir en ekki hugsanir okkar, þráhyggja eða óttinn sem er að tröllríða flestum, – hvort sem við köllum það kvíða, þunglyndi, kulnun, vefjagigt eða annað,“ segir Guðni. Hann segir að þessar upplifanir séu afleiðingar af því hvernig við hugsum til okkar og um okkur, sérstaklega ef við höldum eða trúum því að við séum hugsanir okkar. Það eru vissulega afleiðingar af því hvernig og um hvað við hugsum en við erum ekki hugsanir okkar frekar en lyktin sem við finnum“.
Hugsum um hvað við viljum í stað þess sem við viljum ekki
Hann segir að þegar við séum vöknuð til vitundar skiljum við þetta samhengi og taki við ferli þar sem við þjálfum okkur í að sleppa sögunni sem heldur okkur í fjötrum.
„Því næst förum við að veita því athygli sem við viljum en ekki því sem við viljum ekki. Við verðum hug leiðandi verur en ekki gíslar í fangelsi hugans, tvíhyggjunnar og ótta. Þjálfunin felst síðan í því að læra mismunandi hugleiðslu og núvitundartækni sem hentar hverjum og einum, og viðhalda síðan því ástandi með breyttum viðhorfum og hegðun. Þetta er ferðalag á forsendum hvers og eins, frá ótta og vanmætti í traust og áræðni. Ferðalag sem kennir þér að vilja þig umbúðalaust og geta þess vegna upplifað alvöru þakklæti sem er ekki frasi, kurteisi eða gjörð, heldur athöfn frjálsrar Veru sem leyfir sér að þiggja dásemdir lífsins.“
Þetta er það sem við köllum upphringing og ef við svörum ekki kalli þá kemur bara annað skeiti, annar vírus, annað hrun og svo mætti lengi telja.
Guðni Gunnarsson
Frá kvíða yfir í tilgang og velsæld
Guðni segir að námskeiðsfarar megi búast við skemmtilegu ferðalagi þar ferðast sé úr óvalfærni, vanmætti, efa, kvíða, og persónulegri höfnun yfir í stöðugt ástand valfærar máttugrar Veru sem hefur ákveðið tilgang og stefnu velsældar og er ákveðin í að flytja það mál áfram og hætta að þræta fyrir vanmætti sínum. Veru sem vill sig umbúðalaust og stendur með sér bæði huglægt og hjartlægt.
„Námskeiðið stendur fjórar vikur, nemendur eignast öll gögn og geta því bæði gert þetta á sínum hraða og hlustað aftur og aftur á bæði efnið og fjöldann allan af hugleiðslum og hugleiðsluæfingum sem stuðla að bættri líkamsvitund, skilvirkri vakandi öndun og kyrrum hug.“
Það sem þáttakendur læra og öðlast á námskeiðinu:
· Hvað er íhugun og hvað getur hún gert fyrir þig?
· Mismunandi leiðir til að stunda og vera í núvitund, árverkni, hér og nú
· Hvernig þú hámarkar umfang og gæði öndunar og nýtir andardráttinn þér til góðs
· Hvernig þú getur nýtt öndunartækni til að róa þig eða örva – tendra ljós þitt og ástríður
· Hvernig þú hámarkar hvíld og gæði svefns og endurnæringar
· Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar
· Að vera valfær og ábyrgur skapari
· Að tilgangur er vegferð hjartans
· Að vilji er verknaður – ekki löngun eða væl
· Að opið hjarta er einlægt vitni en ekki dómari og böðull
· Að þakklæti er uppljómun og örlæti alsæla
SKRÁNING HÉR: HTTPS://MATTUR-ATHYGLINNAR.TEACHABLE.COM/
„Það vita allir að við getum ekki haldið svona áfram lengur“
Við leiðum talið að öðru. Breytingunum og því sem hefur átt sér stað í kjölfar Covid en Guðni kveðst hafa orðið vitni að viðhorfsbreytingum hjá mörgum eftir að við vorum tilneydd til að staldra við.
„Fólk er að átta sig á að við verðum að breyta hegðun og neyslu Fyrst í okkar garð og síðan jarðarinnar. Margir eru að skilja að ótti og skortur eru hvatar markaðshyggjunnar og þegar maður er búinn að elta innantóma drauma þangað til að þeir verða að martröðum þá er komin tini til að vakna og skilgreina nýtt ferðalag. Við vitum líka að þetta er aðeins byrjunin ef við stoppum ekki og skilgreinum aðra stefnu byggða á tilgangi og innblæstri en ekki ótta sem fóðrar bara SKORTDÝR, VONbrygði og kulnun,“ segir hann íbygginn. Hann segist sjá Cocid sem mestu blessun og tækifæri sem við höfum öðlast til að vakna til vitundar, verða ábyrg og endurheimta líf okkar, gleði og tilgang: „Það vita allir að við getum ekki haldið svona áfram lengur. “
Guðni lítur svo á að við séum smátt og smátt að eyða öllu lífi á jörðinni með hugarfari okkar og hegðun gagnvart okkur sjálfum og síðan okkar nánasta umhverfi og þaðan jörðinni.
„Við erum í líkama sem er af jörðu komin og verður aftur að jörðu, hold sem er mold, geimbúningur og við berum ábyrgð á þessum búningi sem er svo okkar garður, jörð sem við meigum yrkja eða kyrkja, það er okkar val. Við berum ábyrgð á því hvort við berum heilan ávöxt eða úldin, þetta er það sem við getum breytt: okkar viðhorf til okkar og þá breytist allur heimurinn um leið af því að upplifun okkar breytist.“
Ef ekki núna, þá hvenær?
Hann segir að í kjölfar alls þessa sem við höfum verið að upplifa munu margir vakna og taka nýja stefnu úr örvæntingu og ótta í frið og áræðni og nota þetta tækifæri til að endurheimta hjarta sitt og sjálfsvirðingu.
„Aðrir fara svo í enn meiri neyslu þangað til þeir annaðhvort vakna eða hreinlega sofna endanlega. Það breytir ekki miklu hvort „vírusinn” verður með kombakk eða ekki. Við erum kominn í nýjan veruleika þar sem jörðinn, móðirinn er að kikna undan mannkyninu. Neyslan, við, vargur jarðarinnar erum að tortíma okkur og ef við vöknum ekki núna, þá hvenær? Þetta er það sem við köllum upphringing og ef við svörum ekki kalli þá kemur bara annað skeiti, annar vírus, annað hrun og svo mætti lengi telja. Tækifærið er að vakna, bretta upp ermar og hirða sinn garð, þannig getum við snúið þessu öllu við. Þá hættum við að hafna okkur og lífinu og förum yfir í að velja okkur sjálf og elska: Þegar við finnum þakklæti og þá breytist allt.“
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.