Alex Winehouse, bróðir söngkonunnar góðu sem lést í hittifyrra aðeins 27 ára segir að hún hafi látist af völdum búlimíu.
Hann segir að auðvitað hefði hún látist fyrr en síðar miðað við lífsstílinn sem hún lifði en búlimían, eða lotugræðgin, hafi gert hana svo veikburða að hún hafi af þeim völdum látist fyrr.
Skýring á dánarvottorði segir að Amy hafi látist úr áfengiseitrun en Alex vill meina að hefði hún ekki verið svo illa haldin af átröskun hefði hún örugglega lifað lengur.
Í viðtali við Observer segir Alex að Amy hafi þróað sjúkdóminn með sér þegar hún var aðeins 17 ára. Hún kynntist hóp af stelpum sem höfðu mjög slæm áhrif á hana. Þær voru allar á kafi í þessu en svo hættu flestar meðan Amy hélt áfram.
“Þær voru allar að þessu. Settu fullt af feitum sósum á matinn sinn og hámuðu í sig til þess að kasta þessu öllu upp skömmu síðar. Svo hættu þær en Amy hætti ekki… við vissum öll að hún var að þessu en það er nánast ómögulegt að eiga við þetta. Sérstaklega þar sem enginn vill tala um það. Þetta er mjög svart og erfitt viðfangsefni,” sagði hann.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.