Emojis eru mjög skemmtileg leið til að bæta samskipti á netinu. Stundum segja myndir svo miklu meira en orð, þá sérstaklega þegar fólk er að reyna að tjá einhverjar tilfinningar. Þá getur verið mjög gott að bæta emoji mynd við textann.
En betur má ef duga skal. Bandaríski dömubindaframleiðandinn Always byrjaði fyrir nokkru með herferð sem gengur undir nafninu #likeagirl. Þetta er pjúra feminísk herferð, sambærileg og það sem Dove er að keyra á með #sönnfegurð, þar sem miðað er við að rétta hlut kvenna þegar kemur að vegsemd og virðingu.
Emojis gefa ranga mynd af stelpum
Always hefur spottað gríðarlegan ‘fail’ í Apple emoji táknunum, – stelpur og konur þar eru fárálega stereótýpískar og hreint ekki eins og stelpur eru í raun og veru. Einu stelpumyndirnar sem eru í boði eru bleikar eða kanínur svo bráðvantar stelpu íþróttatákn og stelpu atvinnutákn. Horfið endilega á þetta myndband hér að ofan. Sjálf hef ég lengi pirrað mig á að það vantar alveg einstæða foreldra í þessi emjoi tákn. Það eru hommar og lessur og allskonar en ekki einstæðir foreldrar. Spes.
Annars finnst mér alltaf jafn merkilegt hvað heimurinn er gegnsósa af kynjamisrétti. Meira að segja nýjasta tækni er í ruglinu. En sem betur fer er þetta allt á réttri leið…smátt og smátt, sérstaklega þegar svona risar taka sig til og benda á vandann. Áfram femínískar auglýsingaherferðir! Áfram stelpur!!
Ps. Á snappinu í dag kenni ég ykkur að gera Emojis á lyklaborðið í tölvunni. Snappið okkar heitir Pjattsnapp. Tékkit 😉
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.