Núna þegar árið 2010 er á enda er gaman að líta til baka og skoða hvað var vinsælast, flottast og mest áberandi í tískuheiminum….
Til að byrja með í klæðnaði…
Feldur, feldur og feldur! Feldur og loð var gríðarlega áberandi í öllum stærðum og gerðum og mun það líklegast haldast þannig í einhvern tíma, litríkur feldur var meira að segja vinsæll eins og til dæmis sá sem kom úr smiðju Isabeli Marant.
Í heildina litið var camel litur að koma sterkur inn, bæði í yfirhöfnum og í aukahlutum. Gallaskyrtur, hermannaskyrtur og hermannajakkar voru áberandi í bland við leðurbuxur eða leggings með leðurbótum. Það var ennþá mikið um gengsæ efni og kjólar og blússur úr gegnsæum efnum þóttu og þykja enn flott. Joggingbuxur við meiri pæjuföt var mjög vinsælt og smart eins og Christine Centenera sýndi og sannaði á eftirminnilegan hátt þegar hún blandaði gráum jogginbuxum saman við loðfeld og hæla.
Maxi pilsin voru ennþá áberandi og ´flowy´ síðir kjólar. Burberry Prorsum haustlínan fyrir 2010 sló rækilega í gegn með ´aviator´ jökkunum og dreymir margar um að eignast einn slíkan. Og svo núna nýlega leiddu Lanvin og H&M saman hesta sína og komu út með þessa fínu línu sem einkennist mikið af litríkum partí-kjólum. Svo kom auðvitað Sex & the City seinni myndin út sem innihélt mikla og skemmtilega tísku. Diane Kruger og Anna Dello Russo þóttu sérstaklega skemmtilegar í klæðaburði þetta árið og fengu þær mikla athygli fyrir klæðaval sitt enda alveg óhræddar við að prófa nýja hluti.
Og skótískan….
Í skótískunni voru Miu Miu skórnir gríðalega eftirsóttir og öll tískublogg voru uppfull af myndum af þessum skóm enda mjög fallegir og með einstaklega krúttleg og skemmtileg munstur. Einnig var blettatígursmunstur mjög vinsælt í skótískunni og reyndar var það bara vinsælt á öllum aukahlutum, svo sem skarti og töskum.
Klossar voru einnig vinsælir en það var líklegast Chanel sem ´startaði´ þeim vinsældum sem sumar línunni sinni.
Prada ´ljósakrónuskórnir´ fengu svo mikla athygi og voru mjög umdeildir en persónulega fannst mér þeir bara skemmtilegir og flottir. Jeffrey Campbell og Acne skórnrir voru auðvitað mjög eftirsóttir eins og venjulega, og finnst mér það ekki skrítið því þeir klikka seint. Alexander McQueen vor/sumar 2010 línan fékk gríðalega athygli og voru skórnir þar mjög sérstakir og skrautlegir. Lady Gaga notaði svo nokkur pör í tónlistarvídjó sín sem jók bara á vinsældirnar.
Í heildina litið voru áberandi og sérstakir skór vinsælir og gott dæmi um það er Ysl skórnir loðnu úr haust 2010 línunni.
Í aukahlutum…
…Blettatígursmunstur var áberandi bæði á töskum og skóm, og eins og áður sagði allt loð, eins og loðkragar á jökkum, loð á skóm og refaskott á töskum. Í sólgleraugum voru Clubmaster gleraugun klassísku frá Ray Ban að slá í gegn en ´kisu´ gleraugun frá Alexander Wang voru eiginlega mest áberandi. Einnig var sumar 2010 línan frá Karen Walker vinsæl enda svakalega flott gleraugu sem komu frá henni.
Skartið var mikið í grófari kantinum, keðjur, ólar, ´knuckle´og ´armour´hringir voru vinsælir sem og allskonar krossar og stórir steinar. Mulberry hitti beint í mark með ´Alexu´ töskunni frægu og svo grófu margir upp gamla ´ruckshack´ bakpoka.
Svo auðvitað endaði Kron by KronKron árið 2010 með að koma með nýja skólínu og flottar sokkabuxur.
Í hárinu og makeupinu…
…Í makeupinu voru allir brjálaðir í vörurnar frá Chanel, aðalleaga naglalökkin frá þeim enda svakalega flottir litir í boði.
Af tískupöllunum fannst mér makeupið frá sumarlínu 2010 Givenchy standa upp úr með eldrauðum vörum og miklum svörtum glimmer augnskugga.
Svo voru auðvitað dökkir og áberandi varalitir að koma sterkt inn í bland við litla augnförðun og naglalökk í öllum regnbogans litum urðu að skyldueign. Og síðast en ekki síst, hártískan! Margar pæjurnar virtust taka úr sér hárlengingarnar og klippa af sér hárið, sem dæmi má nefna Chloe Sevigny, Emmu Watson og Oliviu Palermo.
Mikið af skemmtilegu í gangi þetta árið og gaman að renna yfir þetta helsta, hér fyrir neðan er svo smá myndaalbúm þar sem hægt er að skoða nánar það sem stóð upp úr…
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.