Þá fer að styttast í jólin og eins og við vitum megum við ekki fara í jólaköttinn! Ég er nokkuð viss um að kvenmaður hafi skáldað upp söguna um jólaköttinn svo við mættum örugglega kaupa okkur eitthvað nýtt hver jól 😉
En það þarf samt ekki að kaupa allt nýtt til að fara ekki í jólaköttinn. Að kaupa allt nýtt getur nefninlega verið ansi dýrt. Dragðu frekar fram litla svarta kjólinn og poppaðu hann upp með nýju skarti; Hvort sem það er stórt hálsmen, glamúr eyrnalokkar eða flott hárband.
Ég skrifaði færslu um daginn þar sem ég sýndi ykkur hvað er auðvelt að breyta einum kjól bara ef þú setur öðruvísi fylgihluti með honum.
Þið ættuð að prófa þetta fyrir jólin. Ég fann fullt af flottu fíneríi á ASOS en athugaðu að ASOS er með frían sendingarkostnað um allan heim til jóla!
Endilega nýtið ykkur það – og svo eru auðvitað búðirnar í Kringlunni, Smáralind og á Laugarveginum stútfullar af flottu skarti.
Smelltu til að skoða…
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.