„Það eru ekki til ljótar konur – Bara latar”
Svo mælti Helena nokkur Rubinstein fyrir margt löngu enda daman með munninn fyrir neðan vel púðrað nefið.
Gáfur hennar og drifkraftur urðu til þess að hún ung að árum varð forrík á því að selja krem í gegnum póstkröfu í Ástralíu en kremið hennar, sem hafði nafnið Valaze, kom frá Póllandi þaðan sem hún sjálf var ættuð en þessi smágerða pólska kona flutti ein til Ástralíu frá Póllandi, aðeins 24 ára gömul.
Hún flúði Pólland vegna þess að fjölskylda hennar hafði ákveðið að hún ætti að giftast manni sem hún samþykkti ekki en Helena var bæði hugrökk, djörf, orkumikil og gáfuð kona og ákvað að ráðstafa sjálf sínu lífi. Smá svona Hallgerður Langbrók.
Móðir Helenu hvatti dætur sínar (sem voru átta og Helena elst) til þess að nota sérstakt krem, sem efnafræðingar, vinir hennar, bjuggu til og þegar Helena fór til Ástralíu, lét hún hana taka með sér 12 krukkur af þessu kremi. Þetta var hið fyrrnefnda Valaze krem.
Hiti og þurrkur gerði konur ólmar í kremin
Þegar Helena sá hvernig hitinn og þurrkurinn hafði áhrif á húð kvenna í Ástralíu ákvað hún að selja þeim kremið sitt og þegar þær byrjuðu að nota það vildu þær meira. Hún fékk upplýsingar um formúluna og byrjaði að framleiða sjálf. Hún opnaði fyrstu snyrtistofuna sína í Melbourne árið 1902 og seldi kremið sem varð mjög vinsælt um alla Ástralíu.
Helena Rubinstein var frumkvöðull og notaði póstþjónustuna til þess að koma kreminu sínu á framfæri, konur fengu kremið sent í póstkröfu, þannig að markaðurinn var stór.
LAGÐI EVRÓPU AÐ FÓTUM SÉR
Framhaldið varð eins og ævintýrasaga. Helena Rubinstein var mjög snjöll en hennar heimspeki var meðal annars fólgin í því að konur ættu að notafæra sér fegurð og snyrtingu í sína þágu, að það væri nýtt afl fyrir konur, afl sem gæfi þeim sjálfstraut og að það ætti að vera aðgengilegt öllum konum.
Uppfrá því byrjaði hún að framleiða snyrtivörur sem hún vildi að allar konur gætu notað. Með þessu varð hún forrík í Ástralíu og kom svo og sigraði Evrópu. Hún byrjaði í London 1908 og í París 1912. Konur voru ólmar í vörurnar hennar, sem hún endurbætti stöðugt og fjölgaði vörutegundum.
Árið 1915 ákvað hún að freista gæfunnar í Ameríku og eins og annars staðar var henni vel tekið. Í fyrstu voru vörur hennar eingöngu seldar á snyrtistofum en síðan var farið að selja þær í stórmörkuðum (department store) og apótekum um alla Ameríku. Nafn hennar tengdist nýtísku fegurð.
GIFTIST BLAÐAMANNI
Hún giftist fyrsta manninum sínum Edward Titus, sem var hæfileikaríkur blaðamaður og hjálpaði henni að byggja upp orðspor sitt og kom henni á framfæri. Seinni maður hennar var aðalsmaður frá Georgiu. Í gegnum seinna hjónaband sitt öðlaðist hún titilinn prinsessa en þrátt fyrir góð sambönd við öfluga karlmenn voru það aðallega systur hennar, frænkur, mágkonur og aðrir fjölskyldumeðlimir sem hjálpuðu henni að gera fyrirtækið öflugt. Það varð að fjölskyldufyrirtæki, sem hún stjórnaði sjálf með harðri hendi og var þá kölluð „Madame“.
VILDI GERA KONUR FALLEGRI
Helena Rubinstein vissi að fyrirtæki varð að hafa sterkan grunn til að byggja á. Hennar mottó var að gera konur fallegri, til þess að auka sjálfstraust þeirra og að því einbeitti hún sér.
Hún varð fyrst til þess að skilgreina húðina í þrjá flokka (1910) og fyrst til þess að hanna virkar vörur fyrir húðina. Þetta voru kornakrem sem hún kallaði Deep Clean (1950), krem sem innihalda vítamínblöndur, t.d. Lanolin vitamin formula (1954), rakagefandi krem Skin Dew (1956) og Contour Lift film, krem til að styrkja og lyfta húðinn.
EKKI BARA LEIKKONUR OG VÆNDISKONUR
Helena framleiddi líka vörur sem unnu á bólum og sólarskemmdum (versta óvini húðarinnar) . Hún lagði mikla áherslu á að nota vísindi í þágu fegrunarvara, notfærði sér nýjustu rannsóknir í húðlækningum og jafnvel skurðlækningum. Hún gerði einnig miklar kröfur til hreinlætis og innihaldsefna í framleiðslu vara sinna. Frú Rubinstein hafði einnig áhrif á „make-up“ markaðinn, þannig að venjulegar konur, (ekki bara leikkonur og vændiskonur!) fóru að nota farða og maskara. Hún kom með fyrsta vatnshelda maskarann á markaðinn (1939) og fyrsta „automatic“ maskarann (Long Lash) í „túpu“ (1958).
Þegar Helena Rubinstein dó, 93 ára, árið 1965, var merkið hennar orðið þekkt um allan heim. Hún var fræg fyrir útlit sitt, alltaf með mikið af skartgripum og fallega til höfð. Hún hafði einnig setið fyrir hjá frægustu listamönnunum heims, eins og Salvador Dali og Picasso, sem máluðu af henni „portrait“ enda var hún var mikill listunnandi og fagurkeri.
FEGURÐ OG VÍSINDI
Í 110 ár – meira en heila öld! – hefur merki Helenu Rubinstein sameinað fegurð og vísindi enda hugsjónamanneskja sem lét drauma sína rætast. Samvinna merkissins við bestu vísindamennina eins og t.d. Dr. Michel Pfulg, sem er einn virtasti lýtalæknir og stofnandi lýtaaðgerðastofunnar LaClinic Montreux varð möguleg vegna þess að Helena Rubinstein sjálf vildi alltaf aðeins það besta og nýjustu tækni fyrir sína viðskiptavini.
Merkið hennar hefur verið byggt upp á þessum hugsjónum. Að vera alltaf skrefi á undan en Helena Rubinstein kom með vörur á markaðinn sem eru ennþá í sölu áratugum síðar til dæmis; COLLAGENIST, PRODIGY, COLOR CLONE og LASH QUEEN…
Árið 2009 byrjaði Helena Rubinstein að nota jurtastofnfrumur í snyrtivörum, einn einu sinni brautryðjandi. Virku efnin eru unnin úr „hjarta“ plöntunnar. Þau hafa alveg ótrúlegan kraft endurnýjunar og blása eins og nýju lífi í húðina og gefa þar af leiðandi unglegt útlit. Árið 2008 sameinuðust rannsóknarsofur Helena Rubinstein og Laclinic-Montreux stofnunarinnar og njóta þær góðs af hæfileikum og sérfræðiþekkingu Dr. Pfulg.
Kraftur nýtísku snyrtivörumerkis sem hefur staðist tímans tönn, er fólgin í að markaðssetja brautryðjandi nýjungar í snyrtivöru “lækningum“.
“Hverja mínútu lífs míns hef ég verið upptekin af því að byggja upp vígi sem stenst tímans tönn” sagði Helena Rubinstein og það hefur henni tekist. Hún sagði einnig:
“Það er ekki hégómalegt að vilja vera unglegur og leitast eftir fullkomnun”.
Okkur finnst óhætt að taka undir það enda er það satt hjá Helenu að það eru ekki til ljótar konur, aðeins latar!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.