Flestum finnst erfiðast að breyta matarvenjum sínum þegar kemur að því að bæta lífstílinn sinn. Við erum öll föst í einhverri rútínu og það er alltaf erfitt að brjóta hana upp.
Við kannski byrjum að breyta með því að hafa nesti með í vinnuna en svo þegar okkur finnst við ekki hafa tíma þá föllum við í sama farið aftur. Allt skipulag krefst tíma og trú á því að það sem við erum að gera er fyrirhafnarinnar virði. Allt nýtt sem við erum að gera sýnist erfitt í byrun. Ég man eftir því að græni drykkurinn var vesen þar til hann komst í rútínu og varð ómissandi og er það enn í dag!
Einfaldaðu eldamennskuna
Eldamennska er ekki áhugamál allra og því auðvelt að segja að þú viljir hafa þetta einfalt og nennir ekki að breyta til.
En hugaðu um mat sem þér finnst auðveldast og best að elda. Reyndu síðan að gera hann á hollari hátt, nota fitusparandi aðferðir, minnka sykur, bæta við grænmeti. T.d. kjúklingur í rjómasósu er hægt að gera með kókosmjólk eða kaffirjóma. Auðvelt er að bæta við grænmeti í réttinn eins og sætar kartöflur. Hugsaðu um að breyta pokagrjónum í hýðishrísgrjón o.s.frv. Reyndu svo að hugsa þessar breytingar á jákvæðan hátt og finndu muninn.
Ekki vera of upptekinn að borða eingöngu þann mat sem þú veist hitaeiningafjölda í þó svo þú sért í aðhaldi. Þú lendir í því að fara óvænt út að borða t.d. í hádeginu en þá er bara að hugsa um skammtastærð og gæta hófs.
Ekki festast í sömu rútinu með sama réttinn aftur og aftur. Það er svo auðvelt að festast í að gera sama kjúklingaréttinn en þó svo hann sé góður er hægt að fá leið á honum. Gefðu þér tíma til þess að líta yfir þær uppskriftir sem eru við hendina og prófaðu nýjar. Það er gaman að hafa eitt kvöld þar sem þú ert alltaf að prófa einhvern nýjan rétt. Það er úr nógu að velja.
Morgunmaturinn
Hvaða morgunmat borðar þú ? Er hægt að breyta til og fá sér eitthvað annað. Dæmi er um að hafa valið sér alltaf sama morgunkorn vegna trefjainnihalds en ekki tekið eftir því að í hverjum skammti er 40 gr sykur. Stundum getur maður verið í þeirri trú að vera borða mikla hollustu. Hafragrauturinn tekur mjög skamman tíma, meira að segja í potti. Græni drykkurinn og bæta hollri og góðri olíu og hveitikími út í.
Hafðu hugmyndarflugið til þess að breyta kvöldmat í hádegismat daginn eftir. Kjúklingur um kvöldið er auðvelt að breyta í kjúklingasalat í hádeginu. Það er svo auðvelt að gera ríflegan skammt, passa bara að borða ekki meira.
Ekki vera of upptekinn að borða eingöngu þann mat sem þú veist hitaeiningafjölda í þó svo þú sért í aðhaldi. Þú lendir í því að fara óvænt út að borða t.d. í hádeginu en þá er bara að hugsa um skammtastærð og gæta hófs.
Verum meðvituð um okkar matarvenjur og verum dugleg að prófa nýjar hollustuaðferðir. Sumar eru betri en aðrar en þegar upp er staðið þá gerum við matinn skemmtilegan og spennandi með því að breyta til.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.