Sama hvaða skoðun fólk hefur á tónlist Lady Gaga eða Lady Gaga sjálfri þá verður að viðurkennast að fötin (búningarnir) sem hún klæðist eru mjög áhugaverðir og sömuleiðis allt sjónarspilið í kringum hana.
Nýjasta tónlistarmyndband hennar við lagið ‘Telephone’ er næstum því 10 mínútna langt og troðfullt af skemmtilegum búningum. Lady Gaga fær hjálp frá söngkonunni Beyonce í þessu nýja myndbandi og leika þær tvær glæpagellur í því.
Lady Gaga hefur stóran hóp á bakvið sig sem að hannar allt í kringum hana, þar á meðal föt, en þennan hóp kallar hún Haus of Gaga. Haus of Gaga gerði margt í ‘Telephone’ myndbandinu en einnig klæddist hún mörgum öðrum hönnuðum…
…hér eru svo nokkrir þeirra sem eru svo heppnir að föt þeirra eða aukahlutir sjást í myndbandinu: Jeremy Scott, Rachael Barrett, Brian Lichtenberg og Thierry Mugler.
Smelltu á myndirnar til að stækka þær upp og lesa um hönnuðina á bak við flíkurnar:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.