Hið nýstofnaða Týsgallerí við Týsgötu 3 í miðbæ Reykjavíkur verður heldur betur líflegt fimmtudag og föstudag þegar haldin verður þar svokölluð Teiknimessa en hún er sérstaklega ætluð sem skemmtileg kynning og móttaka fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa samtímalist .
Þeir listamenn sem eiga verk hjá Týsgallerí starfa á alþjóðlegum vettvangi og eru allt listamenn sem vert er að fylgjast með.
Verkin sem verða á Teiknimessunni eru unnin á pappír, t.d. teikningar og vatnslitaverk. Á messunni verða sjö listamenn á hvoru kvöldi fyrir sig og má þar meðal annara finna listamenn eins og Davíð Örn Halldórsson, Görningaklúbbinn, Söru Riel, Snorra Ásmundsson og Steingrím Eyfjörð.
Þetta er frábært tækifæri til að eignast góða myndlist og eiga skemmtilega stund í Týsgalleríi við Týsgötu. Teiknimessan hefst klukkan 20 og stendur til 22. Vefsíða Týsgallerís: www.tysgalleri.is