Taylor Swift segist ekki finna hjá sér þörf til að afklæðast eða nota kynþokka sinn til að koma sér á framfæri.
„Mér finnst tiltölulega auðvelt að halda mér í fötum vegna þess að mig langar ekkert sérstaklega til að fara úr þeim“ segir hún í viðtali við Glamour. „Ég finn ekki fyrir þessari þörf“.
„Fyrir mitt leyti er áhættusamara að opinbera sig með tónlist. Mér finnst ákveðin áhætta fólgin í því að semja tónlist um það sem er að gerast í mínu persónulega lífi og semja um manneskju í svo miklum smáatriðum að allir geta áttað sig á því hver hún er“
„Þannig opinbera ég mig, jafnvel enn meira en ef ég myndi afklæðast.“
Gott hjá henni!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.