Ég hef haft pínu táslu fóbíu undanfarið en núna er ég komin með þetta fína ráð við því. Fór í verslun hér í bæ þegar það var svona tilboðsdagur og verslaði mér rosa fínt táslukrem. Scholl Foot Therapy.
Þetta er svona djúpnæring fyrir táslurnar og það sem ég geri núna er að ég hef þetta á náttborðinu og rétt áður en ég fer að sofa maka ég þessu á táslurnar. Bónusinn við þetta er að hendurnar fá næringu í leiðinni…. ohhh ég elska svona 2 fyrir 1. Þetta tekur engan tíma og kremið kostaði innan við þúsund kr. Það eru líka til fullt af öðrum kremum frá þessu fyrirtæki og þau eru flest öll á OK verði.
Mæli eindregið með þessu og núna eru táslurnar mínar algjört æði – endurnærðar og flottar og þetta tekur ekki mikin tíma frá mér. Gott þegar maður parkerar kuldaskónum og leyfir þessum innilokuðu tám að líta dagsins ljós.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.