Fyrir nokkrum mánuðum kynntist ég íslensku Taramar vörunum og hef ég verið að nota þær daglega síðan. Línan inniheldur hreinsiolíu, serum og dagkrem en nú hefur verið bætt við næturkremi.
Kremið er ekki sérstaklega þykkt svo það rennur vel á húðinni og mýkir og nærir.
Ég aðhyllist gæða húðvörur og hef með árunum orðið meðvitaðri um þær vörur sem ég nota á líkamann minn.
Áður fyrr fannst mér tilgangslaust að lesa innihaldslýsingarnar en í dag er það sjálfsagður hlutur sem þáttur í að fyrirbyggja snertingu við skaðleg efni.
Serumið er í algjöru uppáhaldi en nýja næturkremið hentar minni húð einnig mjög vel. Hér getið þið lesið nánar um línuna.
TARAMAR night Treatment er hannað með það að markmiði að endurbyggja, slétta, mýkja og styrkja húðina á meðan þú sefur en kremið inniheldur lífvirk efni sem draga úr fínum línum og hrukkum og gefa öfluga vörn gegn öldrun húðarinnar.
Í kremið eru notaðir þörungar sem að nefnast Beltisþari og Marinkjarni en þeir eru ansi öflugir með hærra andoxunargildi en flestar landplöntur.
Kremið inniheldur einnig lækningajurtir sem eru sérstaklega góð fyrir augnsvæðið til þess að græða og styrkja sem og aðrar ilmkjarnaolíur og vítamín.
TARAMAR LEIKURINN Í SMÁRALIND
Ef þú hefur ekki nú þegar prófað Taramar vörurnar er um að gera að taka þátt í skemmtilegum leik sem hófst í Smáralind í dag á vegum íslenska húðvörufyrirtækisins Taramar.
Leikurinn er ansi einfaldur en fólk er hvatt til þess að stilla sér upp fyrir framan Taramar vegg sem stendur í Smáralind, taka mynd og deila myndinni á Facebook með merkingunni (hashtagginu) #taramarpure. Munið að stilla myndina á public!
Leikurinn verður í gangi næstu fjóra dagana og eru 100 Taramar næturkrem til vinninga sem verða dregin út 16. mars. Nú er um að gera að nota hugmyndaflugið og næla sér í næringu úr djúpinu en kremin eru dásamleg náttúruleg lífvirkni fyrir húðina.
Vörurnar eru til sölu í Fríhöfninni, Hagkaup í Smáralind og Kringlunni og völdum verslunum Lyfju og Lyf og heilsu.
Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum.
Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.
Mottó: Kýldu á það!