Dóttir Bernie Ecclestone, eiganda Formúlu 1 keppninnar, Tamara Ecclestone, er á Ibiza með dóttur sinni og eiginmanni í langþráðu fríi en hún eignaðist Sophiu í mars á þessu ári.
Tamara er dama sem hefur allt ef svo mætti að orði komast (og þá meinum við ekki í búddískum skilningi). Hún veður í peningum, þarf einfaldlega ekki að hugsa um þá og er hreint út sagt í ótrúlega góðu formi svo fljótlega eftir barnsburðinn enda má ætla að þessi millljarðaerfingi hafi nægilega aðstoð og búnað við að halda útlitinu í toppstandi. (Fylgstu með henni hér á Instagram). Annars er mesta furða að þetta skuli yfirleitt vera hægt. Engin af okkur Pjattrófum var svona þegar krílin voru 5 mánaða, svo mikið er víst.
Þetta er fyrsta barn Tamöru en hún giftist eiginmanni sínum Jay síðasta sumar. Þau höfðu þá verið að hittast í tiltölulega stuttan tíma en Tamara var áður gift Jonathan Ketterman árið 2002. Hann var fundin sekur um að hafa kúgað út úr henni fé í fyrra.
Tamara var nýlega í viðtal við tímaritið Mother and baby. Þar sagði hún frá því að systir hennar hafi haft barn sitt á brjósti til fjórtán mánaða og að sér hafi ekki litist á blikuna enda barnið komið með tennur á þeim aldri. Hún hafði sjálf hugsað sér að hafa dóttur sína á brjósti í tvo mánuði og skipta þá yfir í duft en hafi snarhætt við eftir að sú litla fæddist í mars.
“Ég er enn með hana á brjósti og væri til í að gera það bara endalaust. Ég fer meira að segja í kast ef einhver annar en ég sjálf gef henni pela með brjóstamjólkinni minni.”
Tamara tjáði sig líka um uppeldisáherslur í viðtalinu en henni finnst mikilvægt að börn fái ekki allt sem þau biðja um:
“Pabbi gaf okkur ekki alltaf allt sem við báðum um. Hann lét okkur alltaf gera eitthvað áður eins og að fara hring með hundinn eða eitthvað álíka. Börn hafa ekki gott af því að fá allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir því.”
Óneitanlega mikil glæsipía hér á ferð. Hvíta bikiníið fer henni líka sérlega vel en ljósir litir leggja áherslu á ‘tanið’ eins og við köllum það gjarna.
Smelltu hér til að skoða myndir af nokkrum fallegum hvítum bikiníum. Erum við ekki annars að safna fyrir sólarferð í vetur?
[Heimild: Mail Online/Pinterest]Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.