Tallulah Morton er tvítug stelpa frá Ástralíu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið að gera það gott í tískuheiminum sem fyrirsæta.
Hún byrjaði að sitja fyrir aðeins þrettán ára gömul og hefur síðan þá gengið í mörgum tískusýningum og komið fram í nokkrum tímaritum.
Nýjasta tölublað af ástralska Harper´s Bazaar er meðal þeirra sem Tallula hefur komið fram í, þar situr hún fyrir í myndaröð sem fjallar um ’embellishment’ eða skreyti.
Þessi myndaröð er mjög flott og má sjá föt og skart frá til dæmis Gucci, Lanvin, MaxMara, MiuMiu og sass&bide sem allt er VEL SKREYTT.
Sæt stelpa, flottar myndir og frábær föt.
Smellið á myndirnar fyrir neðan til að sjá þær stærri (og á litla gráa kassann í hægra horninu uppi til að gera myndirnar enn stærri).
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.